Icelandair og Wow Air voru ekki jafn stundvís nú í fyrri hluta júlímánaðar og á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur á vefnum Túristi.is.
Hjá Icelandair tafðist ein af hverjum fjórum vélum um meira en korter en í fyrra voru 9 af hverjum tíu vélum a réttum tíma.
Wow Air hélt áætlun í 85% tilfella samanborið við 96% í fyrra.
Umsvif Wow Air hafa nærri þrefaldast frá því í fyrra og Icelandair flaug rúmlega áttatíu fleiri ferðir fyrstu tvær vikurnar í júlí en félagið gerði á sama tíma í fyrra, að því er segir á Túristi.is.
Nánari upplýsingar má finna á vef Túrista.is.
