"Ísland fær tengingu við umheiminn sem er án fordæma“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 9. ágúst 2013 19:28 Lífæð Íslands eflist margfalt þegar nýr sæstrengur verður tekin í notkun á haustmánuðum næsta árs. Sérfræðingur í rekstri sæstrengja segir tengimöguleika landsins eflast gríðarlega með þessu og að Ísland sé nú með bestu stöðum veraldar til að reka gagnaver. Sem stendur eru sæstrengirnir fjórir. Farice og Danice bera þungan af fjarskiptaþörf okkar en sá síðarnefndi liggur frá Landeyjum til Danmerkur. Markmið Danice er að styðja við rekstur netþjónabúa á Íslandi. Farice liggur aftur á móti frá Seyðisfirði til Færeyja og þaðan til Skotlands. Strengirnir tveir eru í eigu Farice ehf. en stærstu hluthafar í fyrirtækinu eru íslenska ríkið íslenska ríkið (28.07%), Landsvirkjun (26.69%) og Arion banki (43.47%). Rekstri Cantat-3 sæstrengsins var hætt árið 2019 en lá á milli Evrópu, Íslands og Kanada. Fjórði strengurinn er Greenland Connect. Hann liggur frá Landeyjarsandi, til Nuuk á Grænlandi og þaðan til Kanada. Greenland connect er alfarið í eigu Tele Greenland, stærsta fjarskiptafyrirtækisins Grænlands. Bandvídd Farice og Danice er hundrað gígabit og sekúndu. Sem stendur er um helmingur bandvíddar þeirra í notkun hér á landi, eða 45 prósent á Farice og 55 prósent á Danice.Íslensk fjarskiptafyrirtæki nota mestu bandvíddina eða rúm 41%. Erlend fjarskiptafélög nýta 15% en sautján prósent fara í rannsóknir og háskólanet. Árið 2011 notuðu gagnaver og viðskiptavinir þeirra 27 prósent bandvíddarinnar. Gríðarleg tækifæri eru fólgin í þessum síðasta lið og hefur Íslandi verið hampað sem ákjósanlegasta stað veraldar þegar kemur að rekstri gagnavera. Það sem stendur í vegi er takmörkuð flutningsgeta. Vodafone undirritaði í dag samning sem tekur til afnota á sæstreng tæknifyrirtækisins Emerald Networks. Strengurinn verður tekinn í notkun haustið 2014. Honum fylgir flutningsgeta upp á um eitt terabæt á sekúndu og er fyrsti sæstrengurinn sem lagður er á milli Norður-Ameríku og Evrópu í fimmtán ár. „Þessi sæstrengur verður með afkastamestu sæstrengjum sem liggja milli Norður-Ameríku og Evrópu. Það veitir okkur möguleika að margfalda flutningsgetu okkar og koma þannig til móts við þörf markaðarins fyrir auknum gagnaflutningi,“ Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone. Emerald Express mun ná frá New York til Írlands en með viðkomu í Grindavík. Strengurinn er 6.700 kílómetrar. Það er íslenska fyrirtækið Thule Investments sem sér um fjármögnun strengsins á Íslandi. Philip Magiera undirritaði samninginn fyrir hönd Emerald Networks. Á undanförnum misserum hefur Emerald rætt við stærstu tæknifyrirtæki veraldar um framtíðarhorfur í rekstri gagnavera. „Allir sem við höfum talað við vita að Ísland er sennilega eitt af bestu löndum í heimi til að hýsa gagnaver,“ segir Magiera. „Vandamálið varðandi Ísland hefur verið tengingin. Nú fær Ísland tengingu við umheiminn sem á sér ekki fordæmi." Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Lífæð Íslands eflist margfalt þegar nýr sæstrengur verður tekin í notkun á haustmánuðum næsta árs. Sérfræðingur í rekstri sæstrengja segir tengimöguleika landsins eflast gríðarlega með þessu og að Ísland sé nú með bestu stöðum veraldar til að reka gagnaver. Sem stendur eru sæstrengirnir fjórir. Farice og Danice bera þungan af fjarskiptaþörf okkar en sá síðarnefndi liggur frá Landeyjum til Danmerkur. Markmið Danice er að styðja við rekstur netþjónabúa á Íslandi. Farice liggur aftur á móti frá Seyðisfirði til Færeyja og þaðan til Skotlands. Strengirnir tveir eru í eigu Farice ehf. en stærstu hluthafar í fyrirtækinu eru íslenska ríkið íslenska ríkið (28.07%), Landsvirkjun (26.69%) og Arion banki (43.47%). Rekstri Cantat-3 sæstrengsins var hætt árið 2019 en lá á milli Evrópu, Íslands og Kanada. Fjórði strengurinn er Greenland Connect. Hann liggur frá Landeyjarsandi, til Nuuk á Grænlandi og þaðan til Kanada. Greenland connect er alfarið í eigu Tele Greenland, stærsta fjarskiptafyrirtækisins Grænlands. Bandvídd Farice og Danice er hundrað gígabit og sekúndu. Sem stendur er um helmingur bandvíddar þeirra í notkun hér á landi, eða 45 prósent á Farice og 55 prósent á Danice.Íslensk fjarskiptafyrirtæki nota mestu bandvíddina eða rúm 41%. Erlend fjarskiptafélög nýta 15% en sautján prósent fara í rannsóknir og háskólanet. Árið 2011 notuðu gagnaver og viðskiptavinir þeirra 27 prósent bandvíddarinnar. Gríðarleg tækifæri eru fólgin í þessum síðasta lið og hefur Íslandi verið hampað sem ákjósanlegasta stað veraldar þegar kemur að rekstri gagnavera. Það sem stendur í vegi er takmörkuð flutningsgeta. Vodafone undirritaði í dag samning sem tekur til afnota á sæstreng tæknifyrirtækisins Emerald Networks. Strengurinn verður tekinn í notkun haustið 2014. Honum fylgir flutningsgeta upp á um eitt terabæt á sekúndu og er fyrsti sæstrengurinn sem lagður er á milli Norður-Ameríku og Evrópu í fimmtán ár. „Þessi sæstrengur verður með afkastamestu sæstrengjum sem liggja milli Norður-Ameríku og Evrópu. Það veitir okkur möguleika að margfalda flutningsgetu okkar og koma þannig til móts við þörf markaðarins fyrir auknum gagnaflutningi,“ Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone. Emerald Express mun ná frá New York til Írlands en með viðkomu í Grindavík. Strengurinn er 6.700 kílómetrar. Það er íslenska fyrirtækið Thule Investments sem sér um fjármögnun strengsins á Íslandi. Philip Magiera undirritaði samninginn fyrir hönd Emerald Networks. Á undanförnum misserum hefur Emerald rætt við stærstu tæknifyrirtæki veraldar um framtíðarhorfur í rekstri gagnavera. „Allir sem við höfum talað við vita að Ísland er sennilega eitt af bestu löndum í heimi til að hýsa gagnaver,“ segir Magiera. „Vandamálið varðandi Ísland hefur verið tengingin. Nú fær Ísland tengingu við umheiminn sem á sér ekki fordæmi."
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira