Óttanum snúið í sigurvissu Ólafur Þ. Stephensen skrifar 30. mars 2013 06:00 Fyrir kristinn mann er auðvelt að vera orðinn svolítið niðurdreginn á laugardaginn fyrir páska, eftir allan passíusálmalesturinn undanfarna daga, píslargöngurnar og frásagnir af pínu og dauða Jesú Krists fyrir tvö þúsund árum. Þannig var líka komið á þessum sama degi á sínum tíma fyrir fylgjendum Krists, þeim sem urðu fyrsti vísirinn að kirkju hans. Þeir voru hræddir, vonlausir og margir vantrúaðir. Þetta hugarástand er samt í rauninni nauðsynlegt til þess að við getum leyft okkur að njóta hátíðarstemmningarinnar á páskadagsmorgni og endurheimta þá gleði og sigurvissu sem fylgir frásögninni af upprisu Jesú Krists. Hún er öflugasta uppspretta trúarvissu kristinna manna; gröfin var opin, frelsarinn upprisinn. Hann hafði sigrað sjálfan dauðann. Fylgjendur hans breiddu fagnaðarerindið út um allan heiminn. Eins og Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir í viðtali í Fréttablaðinu í dag má sækja í þessa sögu leiðsögn í lífi okkar sjálfra: „Þegar við erfiðleika er að etja er gott að líta til upprisunnar og nú hefur þjóðin gengið í gegnum efnahagsþrengingar, hálfgerðan föstutíma, þá er gott að hafa páskasólina fyrir augum." Biskupinn talar líka um stöðu þjóðkirkjunnar í viðtalinu. Að mörgu leyti má segja að hún hafi verið hnípinn söfnuður undanfarin ár. Það hefur einfaldlega gengið illa; umræðan hefur verið neikvæð, fólki í kirkjunni hefur fækkað og að henni verið þrengt á ýmsa vegu. Kirkjan hefur lent í basli með viðbrögð sín við að minnsta kosti þrenns konar samfélagsþróun; mannréttindabaráttu samkynhneigðra, sviptingu hulu leyndar og þöggunar af kynferðisbrotum og fjölmenningarvæðingu Íslands, sem felur meðal annars í sér að samkeppni lífsskoðana er harðari og það er liðin tíð að nánast allir sæki sína andlegu leiðsögn til kirkjunnar. Þessi staða er ekkert einsdæmi hjá kristnum kirkjudeildum, hvorki hér á landi né úti um heim. Þær standa víða höllum fæti. Nýlega var hér í blaðinu úttekt á því hvernig kaþólska kirkjan hefur glatað trausti, fylgjendum og ítökum á síðustu árum. Stærsta kirkjudeildin hefur ekki bara misst af mannréttindabaráttu samkynhneigðra heldur sömuleiðis af kvenréttindabaráttunni og baráttunni gegn alnæmi svo tvennt sé nefnt. Hún virðist úr takti við samfélags- og menningarstrauma nútímans, sem undirstrikaðist við páfakjörið á dögunum; lokaðir fundir með reykmerkjum og pilsaþytur gamalla karla sem allir voru eins. Á Íslandi situr hins vegar fráskilin amma á biskupsstóli. Hún svarar vel þegar hún er spurð um stöðu þjóðkirkjunnar: „Ég tel að samfélagið allt og kirkjan hafi lifað í dálitlum ótta við nýja strauma í samfélaginu og finnst að við ættum heldur að snúa óttanum í virðingu og jákvæðni." Leiðin út úr ógöngum kirkjunnar liggur einmitt á þessum slóðum. Þar sem var útilokun á að vera umburðarlyndi og kærleikur. Þar sem var lokað á að vera opið. Þar sem var ótti við breytingar á að vera hugrekki til að takast á við þær og vinna með þeim – í þeirri bjargföstu trú að á endanum sigrar kristinn kærleiksboðskapur. Gleðilega páska! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun
Fyrir kristinn mann er auðvelt að vera orðinn svolítið niðurdreginn á laugardaginn fyrir páska, eftir allan passíusálmalesturinn undanfarna daga, píslargöngurnar og frásagnir af pínu og dauða Jesú Krists fyrir tvö þúsund árum. Þannig var líka komið á þessum sama degi á sínum tíma fyrir fylgjendum Krists, þeim sem urðu fyrsti vísirinn að kirkju hans. Þeir voru hræddir, vonlausir og margir vantrúaðir. Þetta hugarástand er samt í rauninni nauðsynlegt til þess að við getum leyft okkur að njóta hátíðarstemmningarinnar á páskadagsmorgni og endurheimta þá gleði og sigurvissu sem fylgir frásögninni af upprisu Jesú Krists. Hún er öflugasta uppspretta trúarvissu kristinna manna; gröfin var opin, frelsarinn upprisinn. Hann hafði sigrað sjálfan dauðann. Fylgjendur hans breiddu fagnaðarerindið út um allan heiminn. Eins og Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir í viðtali í Fréttablaðinu í dag má sækja í þessa sögu leiðsögn í lífi okkar sjálfra: „Þegar við erfiðleika er að etja er gott að líta til upprisunnar og nú hefur þjóðin gengið í gegnum efnahagsþrengingar, hálfgerðan föstutíma, þá er gott að hafa páskasólina fyrir augum." Biskupinn talar líka um stöðu þjóðkirkjunnar í viðtalinu. Að mörgu leyti má segja að hún hafi verið hnípinn söfnuður undanfarin ár. Það hefur einfaldlega gengið illa; umræðan hefur verið neikvæð, fólki í kirkjunni hefur fækkað og að henni verið þrengt á ýmsa vegu. Kirkjan hefur lent í basli með viðbrögð sín við að minnsta kosti þrenns konar samfélagsþróun; mannréttindabaráttu samkynhneigðra, sviptingu hulu leyndar og þöggunar af kynferðisbrotum og fjölmenningarvæðingu Íslands, sem felur meðal annars í sér að samkeppni lífsskoðana er harðari og það er liðin tíð að nánast allir sæki sína andlegu leiðsögn til kirkjunnar. Þessi staða er ekkert einsdæmi hjá kristnum kirkjudeildum, hvorki hér á landi né úti um heim. Þær standa víða höllum fæti. Nýlega var hér í blaðinu úttekt á því hvernig kaþólska kirkjan hefur glatað trausti, fylgjendum og ítökum á síðustu árum. Stærsta kirkjudeildin hefur ekki bara misst af mannréttindabaráttu samkynhneigðra heldur sömuleiðis af kvenréttindabaráttunni og baráttunni gegn alnæmi svo tvennt sé nefnt. Hún virðist úr takti við samfélags- og menningarstrauma nútímans, sem undirstrikaðist við páfakjörið á dögunum; lokaðir fundir með reykmerkjum og pilsaþytur gamalla karla sem allir voru eins. Á Íslandi situr hins vegar fráskilin amma á biskupsstóli. Hún svarar vel þegar hún er spurð um stöðu þjóðkirkjunnar: „Ég tel að samfélagið allt og kirkjan hafi lifað í dálitlum ótta við nýja strauma í samfélaginu og finnst að við ættum heldur að snúa óttanum í virðingu og jákvæðni." Leiðin út úr ógöngum kirkjunnar liggur einmitt á þessum slóðum. Þar sem var útilokun á að vera umburðarlyndi og kærleikur. Þar sem var lokað á að vera opið. Þar sem var ótti við breytingar á að vera hugrekki til að takast á við þær og vinna með þeim – í þeirri bjargföstu trú að á endanum sigrar kristinn kærleiksboðskapur. Gleðilega páska!