Viðskipti innlent

Capacent fær vottun hjá IBM

Bandaríska fyrirtækið IBM, sem er leiðandi á sviði viðskiptahugbúnaðar, hefur gefið Capacent vottun sem IBM Premium Business Partner, en það er æðsta vottun sem samstarfsaðilar IBM geta hlotið.

Í tilkynningu segir að Capacent hefur átt farsælt samstarf við IBM um margra ára skeið og m.a. verið stærsti aðilinn í sölu og þjónustu Cognos-viðskiptahugbúnaðar á Íslandi. Þá hefur Capacent verið endursöluaðili fyrir tölfræðihugbúnaðinn SPSS á Íslandi undanfarin ár.

IBM og Capacent hafa einnig átt samstarf varðandi þróun analytics og Big Data-lausna fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir.

„Þessi ákvörðun IBM er mikill heiður fyrir Capacent og viðurkenning á þekkingu og færni okkar sérfræðinga,“ segir Ingvi Þór Elliðason, forstjóri Capacent í tilkynningunni.

Þess má geta að IBM birti í síðustu viku frásögn af verkefni sem Capacent vann fyrir Distica og fólst í þróun og innleiðingu á svokallaðri umbjóðendagátt þar sem byggt var á hugbúnaðarlausnum frá IBM Cognos.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×