Viðskipti innlent

Björgólfur Thor hefur grætt 18 milljarða á Actavis

Ekkert lát er á hækkunum á gengi hluta í Actavis á markaðinum vestan hafs. Gengið hækkaði um 2,4% í gærkvöldi og er komið yfir 130 dollara á hlut. Þetta þýðir að gengishagnaður Björgólfs Thors Björgólfssonar af hlutum sínum í Actavis er um 18 milljarðar kr. frá 1. apríl s.l.

Eins og fram hefur komið í fréttum fékk Björgólfur Thor hlut í hinu sameinaða félagi Actavis og Warson Pharmaceuticals um mánaðarmótin mars/apríl. Sá hlutur var metinn á 60 milljarða króna miðað við gengi hlutanna þá.

Gengi hluta í Actavis í byrjun apríl var tæplega 97 dollarar. Við lok markaða í gærkvöldi var gengið komið í rúma 130 dollara og hefur því hækkað um rúmlega 30% á þessu tímabili. Hagnaður Björgólfs Thors er því um 18 milljarðar kr.

Hækkanir á gengi Actavis undanfarna daga og vikur eru tilkomnar annarsvegar vegna áhuga annarra lyfjafyrirtækja á að yfirtaka Actavis og hinsvegar kaupa Actavis á írska lyfjafyrirtækinu Warner Chilcott.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×