Viðskipti innlent

Heiðar Már eykur við eign sína í Vodafone

Heiðar Már Guðjónsson hefur aukið við eign sína í Fjarskiptum hf. móðurfélagi Vodafone. Heiðar Már hefur keypt 2 milljónir hluta í Fjarskiptum á 28 kr. hlutinn eða samtals fyrir 56 milljónir kr.

Þessum viðskiptum var flaggað í Kauphöllinni enda er Heiðar Már í stjórn Fjarskipta og því fruminnherji. Eftir kaupin á Heiðar Már tæplega 15,5 milljónir hluta í Fjarskiptum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×