Markaðsáhuginn kviknaði í Versló Lovísa Eiríksdóttir skrifar 28. ágúst 2013 14:30 Klara Íris Vigfúsdóttir hóf störf sem framkvæmdastjóri ÍMARK 1. ágúst síðastliðinn. Mynd/Stefán Klara Íris Vigfúsdóttir tók nýlega við starfi sem framkvæmdastjóri ÍMARK, aðeins 32 ára gömul. ÍMARK er félag íslensks markaðsfólks sem var stofnað árið 1986 og er félag þeirra sem hafa áhuga á og starfa við markaðsmál. „Starfið leggst mjög vel í mig og þetta er algjörlega frábær stjórn sem ég er að vinna með,“ segir Klara sem er ánægð með fyrstu dagana í starfinu. Stjórn ÍMARK samanstendur af fólki hvaðanæva að úr atvinnu- og háskólasamfélaginu, sem vinnur markvisst að því að efla markaðsmál á Íslandi með því að bera saman bækur sínar og skiptast á þekkingu og reynslu. „Hlutverk ÍMARK er að auka veg og virðingu markaðsmála á Íslandi, með það að leiðarljósi að faglegt markaðsstarf sé lykillinn að árangri fyrirtækja,“ segir Klara. Hún segir mikilvægt að hafa félag sem sameinar og tengir fólk, fræðslu og fagið. „Markaðsmál inni í fyrirtækjum eru ótrúlega mikilvæg og fyrirtæki sem hafa markaðsstjóra í framkvæmdastjórn eru oft talin ná betri árangri en ella.“ Klara er Garðbæingur í húð og hár og ólst þar upp frá fimm ára aldri. Hún útskrifaðist úr Verslunarskóla Íslands árið 2001, þar sem hún kynntist fræðunum á bak við markaðinn. Hún ákvað í framhaldinu að ganga í Háskólann í Reykjavík, þar sem hún stundaði nám í viðskiptafræði og útskrifaðist þaðan árið 2005. Eftir það hóf hún störf í markaðsdeild Landsbankans og var þar í heil sex ár. „Ég hef haft áhuga á markaðsmálum síðan í Verslunarskólanum og hef verið svo heppin að hafa fengið að vinna við þau síðan þá.“ Árið 2011 fór hún að starfa sem aðstoðarmaður forstjóra hjá Iceland express. „Ég vann sem aðstoðarmaður þriggja forstjóra á einu ári.“ Árið 2012 var Klara síðan beðin um að taka við Express ferðum, sem framkvæmdastjóri, og sinnti því starfi þar til um áramótin, þegar Iceland express var keypt af WOW air. „Við hjá Express ferðum könnuðum hvort það væri rekstrargrundvöllur að halda áfram þrátt fyrir kaupin og svo var ekki.“ Líf Klöru snýst hins vegar ekki einungis um vinnuna, heldur rekur hún einnig stórt heimili ásamt manni sínum Guðmundi Inga Haukssyni, framkvæmdastjóra IP eignarhalds. Framkvæmdastjórahjónin eiga saman tvo stráka sem eru eins árs og þriggja ára, en jafnframt á Klara tvö stjúpbörn sem eru 16 og 13 ára. „Við fjölskyldan förum mikið á skíði saman og elskum að fara saman í ferðalög, hvort sem það er hérlendis eða erlendis.“ Klara segir að framtíðarsýn hennar fyrir ÍMARK sé að efla enn fremur tengsl markaðsfólks á Íslandi og færa meiri praktík inn í félagið með auknum fróðleik. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Klara Íris Vigfúsdóttir tók nýlega við starfi sem framkvæmdastjóri ÍMARK, aðeins 32 ára gömul. ÍMARK er félag íslensks markaðsfólks sem var stofnað árið 1986 og er félag þeirra sem hafa áhuga á og starfa við markaðsmál. „Starfið leggst mjög vel í mig og þetta er algjörlega frábær stjórn sem ég er að vinna með,“ segir Klara sem er ánægð með fyrstu dagana í starfinu. Stjórn ÍMARK samanstendur af fólki hvaðanæva að úr atvinnu- og háskólasamfélaginu, sem vinnur markvisst að því að efla markaðsmál á Íslandi með því að bera saman bækur sínar og skiptast á þekkingu og reynslu. „Hlutverk ÍMARK er að auka veg og virðingu markaðsmála á Íslandi, með það að leiðarljósi að faglegt markaðsstarf sé lykillinn að árangri fyrirtækja,“ segir Klara. Hún segir mikilvægt að hafa félag sem sameinar og tengir fólk, fræðslu og fagið. „Markaðsmál inni í fyrirtækjum eru ótrúlega mikilvæg og fyrirtæki sem hafa markaðsstjóra í framkvæmdastjórn eru oft talin ná betri árangri en ella.“ Klara er Garðbæingur í húð og hár og ólst þar upp frá fimm ára aldri. Hún útskrifaðist úr Verslunarskóla Íslands árið 2001, þar sem hún kynntist fræðunum á bak við markaðinn. Hún ákvað í framhaldinu að ganga í Háskólann í Reykjavík, þar sem hún stundaði nám í viðskiptafræði og útskrifaðist þaðan árið 2005. Eftir það hóf hún störf í markaðsdeild Landsbankans og var þar í heil sex ár. „Ég hef haft áhuga á markaðsmálum síðan í Verslunarskólanum og hef verið svo heppin að hafa fengið að vinna við þau síðan þá.“ Árið 2011 fór hún að starfa sem aðstoðarmaður forstjóra hjá Iceland express. „Ég vann sem aðstoðarmaður þriggja forstjóra á einu ári.“ Árið 2012 var Klara síðan beðin um að taka við Express ferðum, sem framkvæmdastjóri, og sinnti því starfi þar til um áramótin, þegar Iceland express var keypt af WOW air. „Við hjá Express ferðum könnuðum hvort það væri rekstrargrundvöllur að halda áfram þrátt fyrir kaupin og svo var ekki.“ Líf Klöru snýst hins vegar ekki einungis um vinnuna, heldur rekur hún einnig stórt heimili ásamt manni sínum Guðmundi Inga Haukssyni, framkvæmdastjóra IP eignarhalds. Framkvæmdastjórahjónin eiga saman tvo stráka sem eru eins árs og þriggja ára, en jafnframt á Klara tvö stjúpbörn sem eru 16 og 13 ára. „Við fjölskyldan förum mikið á skíði saman og elskum að fara saman í ferðalög, hvort sem það er hérlendis eða erlendis.“ Klara segir að framtíðarsýn hennar fyrir ÍMARK sé að efla enn fremur tengsl markaðsfólks á Íslandi og færa meiri praktík inn í félagið með auknum fróðleik.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira