Topplið Rhein-Neckar Löwen varð af afar mikilvægum stigum á heimavelli í dag er það steinlá, 28-34, á heimavelli gegn Hamburg í dag.
Gestirnir frá Hamburg mun sterkari og þeir leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 13-17. Þeir skoruðu svo fjögur fyrstu mörk síðari hálfleiks, komust í 13-21 og litu aldrei til baka.
Stefán Rafn Sigurmannsson átti stórleik í liði Löwen og skoraði 7 mörk. Hann var markahæstur í liði Ljónanna. Alexander Petersson skoraði 3 mörk.
Kiel getur komist á topp deildarinnar er það mætir Magdeburg á morgun.
Stefán Rafn frábær er Löwen steinlá
