Íslendingar telja fyrirtæki ekki axla samfélagsábyrgð Lovísa Eiríksdóttir skrifar 31. ágúst 2013 08:00 Samfélagsábyrgð ósannfærandi Að mati Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja, er þörf á að leiðbeina íslenskum fyrirtækjum betur í átt að samfélagslega ábyrgum starfsháttum. Um 42 prósent almennings telja íslensk fyrirtæki axla samfélagslega ábyrgð sína illa, samkvæmt nýrri rannsókn sem framkvæmd var fyrir Festu, en Festa er miðstöð um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Í könnuninni var viðhorf almennings og stjórnenda til samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja rannsakað. Niðurstöðurnar gefa til kynna að stór hluti almennings telji fyrirtæki ekki axla ábyrgð sína. Niðurstöðurnar sýna jafnframt að stór hluti almennings og stjórnenda tekur ekki afstöðu til málsins.Ketill B. Magnússon„Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingu um að þörf sé á vitundarvakningu um samfélagsábyrgð meðal fyrirtækja og almennings og að leiðbeina þurfi fyrirtækjum betur í átt að samfélagslegum starfsháttum,“ segir Ketill B. Magnússon, framkvæmdastjóri Festu. Flestir svarendur í könnuninni tengdu hugtakið samfélagsábyrgð við umhverfismál og samfélagsstyrki, sem Ketill segir áhugavert og benda til þess að þörf sé á aukinni umræðu og þekkingu á samfélagsábyrgð og hvernig fyrirtæki geta staðið að innleiðingu ábyrgra stjórnarhátta. „Hlutfall þeirra sem eru óvissir um afstöðu sína gagnvart hugtakinu er ofsalega hátt, sem bendir hreinlega til þess að fólk sé ekki með skýra skoðun á samfélagsábyrgð fyrirtækja.“ Ketill segir að mikilvægt sé að stjórnendur í fyrirtækjum átti sig á því í hverju samfélagsábyrgð felst, að hún sé meira en einungis umhverfismál og samfélagslegir styrkir. „Fyrirtæki þurfa að taka ákvörðun um að innleiða ábyrga starfshætti og sýna fram á að starfsemi þeirra sé ábyrg og heiðarleg í gegn. Þetta gera þau ekki með tímabundnu ímyndunarverkefni heldur algjörri breytingu í starfsemi og menningu fyrirtækisins.“ Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira
Um 42 prósent almennings telja íslensk fyrirtæki axla samfélagslega ábyrgð sína illa, samkvæmt nýrri rannsókn sem framkvæmd var fyrir Festu, en Festa er miðstöð um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Í könnuninni var viðhorf almennings og stjórnenda til samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja rannsakað. Niðurstöðurnar gefa til kynna að stór hluti almennings telji fyrirtæki ekki axla ábyrgð sína. Niðurstöðurnar sýna jafnframt að stór hluti almennings og stjórnenda tekur ekki afstöðu til málsins.Ketill B. Magnússon„Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingu um að þörf sé á vitundarvakningu um samfélagsábyrgð meðal fyrirtækja og almennings og að leiðbeina þurfi fyrirtækjum betur í átt að samfélagslegum starfsháttum,“ segir Ketill B. Magnússon, framkvæmdastjóri Festu. Flestir svarendur í könnuninni tengdu hugtakið samfélagsábyrgð við umhverfismál og samfélagsstyrki, sem Ketill segir áhugavert og benda til þess að þörf sé á aukinni umræðu og þekkingu á samfélagsábyrgð og hvernig fyrirtæki geta staðið að innleiðingu ábyrgra stjórnarhátta. „Hlutfall þeirra sem eru óvissir um afstöðu sína gagnvart hugtakinu er ofsalega hátt, sem bendir hreinlega til þess að fólk sé ekki með skýra skoðun á samfélagsábyrgð fyrirtækja.“ Ketill segir að mikilvægt sé að stjórnendur í fyrirtækjum átti sig á því í hverju samfélagsábyrgð felst, að hún sé meira en einungis umhverfismál og samfélagslegir styrkir. „Fyrirtæki þurfa að taka ákvörðun um að innleiða ábyrga starfshætti og sýna fram á að starfsemi þeirra sé ábyrg og heiðarleg í gegn. Þetta gera þau ekki með tímabundnu ímyndunarverkefni heldur algjörri breytingu í starfsemi og menningu fyrirtækisins.“
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira