Viðskipti innlent

Væri akkur í Landsbankanum á markað

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Landsbankinn skuldar þrotabúi gamla bankans tæpa 300 milljarða. Það mál þarf að leysa áður en hægt verður að skrá hann á markað.
Landsbankinn skuldar þrotabúi gamla bankans tæpa 300 milljarða. Það mál þarf að leysa áður en hægt verður að skrá hann á markað.

Viðskipti Bankasýsla ríkisins er að meta kosti og galla þess að skrá eignarhlut ríkisins í Landsbankanum tvíhliða á innlendum og alþjóðlegum markaði. Þetta kemur fram í ársskýrslu Bankasýslunnar.

Bankasýslan mun einnig vega og meta kosti þess að selja eignarhluti til innlendra lífeyrissjóða, annarra fagfjárfesta eða sérhæfðra alþjóðlegra fjárfesta í fjármálafyrirtækjum.

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, er jákvæður í garð slíkra hugmynda. „Ég hef verið þeirrar skoðunar að það vanti enn þá stærri fyrirtæki inn á markaðinn og smærri líka – meiri fjölbreytileika – og það væri klár ávinningur í þessu. Þetta myndi styrkja markaðinn mjög mikið.“

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands

Hann segir að markmiðið sé raunhæft, markaðurinn mundi ráða við skráningu af þessari stærð, en segir þó liggja í augum uppi að ein af forsendunum fyrir henni sé að fyrst verði endursamið um tæplega 300 milljarða skuld nýja Landsbankans við þann gamla, sem þarf að gera upp í erlendri mynt. 

Viðræður um endurfjármögnun þeirrar skuldar hafa staðið yfir með hléum í tvö ár án niðurstöðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×