Viðskipti innlent

Starfsmönnum fækkar á meðan nemendum fjölgar

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Háskóli íslands
Háskóli íslands

Á vef Hagstofu Íslands kemur fram að starfsmönnum í háskóla fækkaði um 4,6 prósent á milli áranna 2010 og 2011, en á sama tíma fjölgaði nemendum á háskólastigi um 1,7 prósent.

Háskólastarfsmenn hafa ekki verið færri síðan árið 2005 en þeir voru 2.902 í nóvember 2011, 141 starfsmanni færri en árið áður.

Munurinn á fjölda starfsmanna liggur aðallega í mismunandi fjölda leiðbeinanda kennaranema en þeir voru 129 árið 2010 en enginn í nóvember 2011. Konur eru fjórir af fimm leiðbeinendum kennaranema og hefur konum, meðal starfsmanna, fækkaði um 7,5 prósent frá fyrra ári samanborið við 1,2 prósent karla.

Rúmlega helmingur starfsfólks við kennslu voru aðjúnktar og aðrir stundakennarar, en þeim fjölgað frá síðasta skólaári. Prófessorum við kennslu hefur hinsvegar fækkað sem og starfsfólki við skrifstofustörf og tölvuvinnslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×