Viðskipti innlent

Íslenskir launamenn eru tvo daga að vinna fyrir tímatekjum forstjóra

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Launamaður á Íslandi, sem er með meðallaun, er að jafnaði tvo vinnudaga að vinna fyrir sömu upphæð og íslenskur forstjóri fær að meðaltali í kaup á hverjum klukkutíma.

Þetta kemur fram í hagfræðitímaritinu The Economist. Tímaritið hefur tekið saman hvað launamenn í mismunandi löndum eru að meðaltali lengi að vinna fyrir sömu upphæð og forstjórar fyrirtækja. Ísland kemur nokkuð vel út í þessari samantekt en aðeins í Noregi og Sviss tekur það launamenn færri daga að vinna fyrir klukkutímakaupi forstjóra en á Íslandi.

Munurinn getur verið sláandi. Þannig er launamaður með meðallaun í Rúmeníu rúmlega 12 daga að vinna fyrir sama kaupi og forstjórar þar í landi fá á tímann. Munurinn er aðeins minni í Úkraníu þar sem launamaður er tæpa 11 daga að vinna fyrir tímakaupi forstjórans. Raunar kemur fram að munurinn er mestur í ríkjum sem áður töldust til Sovétríkjanna sem og á Spáni og Ítalíu.

Noregur og Ísland er í hópi þeirra landa þar sem þessi launamunur er minnstur og Danmörk er einnig neðarlega á listanum. Í Svíþjóð hinsvegar tekur það launamann tæpa fimm daga að vinna fyrir tímakaupi forstjóra þar í landi.

Í The Economist kemur fram að samantekin nær yfir árið í fyrra og byggir á upplýsingum og tölum frá Samtökum evrópskra atvinnurekenda (Federation of European Employers). Sjá nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×