Viðskipti innlent

Skora á stjórnvöld að setja gömlu bankana í þrot

Aðstandendur vefsíðunnar snjóhengjan.is skora á stjórnvöld að setja inn ákvæði í íslenska löggjöf um að náist ekki nauðasamningar fyrir næstu áramót þá beri slitastjórnum bankanna að setja þá í þrot.

Í tilkynningu segir að þar að auki verði að skerpa á gjaldþrotalöggjöf um að einungis sé heimilt að greiða út úr íslenskum þrotabúum í íslenskri mynt. Slíkt er hefðin á Íslandi og öðrum Norðurlöndum, en með þessu væri verið að taka af allan vafa.

Fram kemur að efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar sé í húfi og á slíkum tímum þurfa stjórnmálamenn að sýna framsýni og þor. Afgreiða eigi málið á yfirstandandi sumarþingi.

Þá er skorað á stjórnvöld að afnema undanþágur sem eru í gildi í dag vegna vaxtagreiðslna af verðbréfum sem eru keypt fyrir krónur af höfuðbók 27. Undanþága í dag heimilar vaxtagreiðslur verðbréfanna til erlendra eigenda í erlendri mynt. Hinsvegar þarf tafarlaust að afnema undanþágur af þessum verðbréfum. Þannig mun það sama gilda um þessa aðila og alla aðra aðila, sem íslensk löggjöf varðandi takmarkanir á greiðslum úr landi, nær til. Einnig má takmarka fjárfestingakosti þessara eigna enn frekar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×