Viðskipti innlent

Stjórnendur fyrirtækja bjartsýnni en áður

Mikil breyting til hins betra hefur orðið á væntingum stjórnenda til aðstæðna í atvinnulífinu á næstunni. Nú væntir helmingur stjórnenda þess að þær batni á næstu sex mánuðum en einungis 6% að þær versni.

Fjallað er um málið á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að þetta sé ein af niðurstöðum könnunar Capacent á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrirtækja landsins, sem gerð var í síðasta mánuði fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann. Í sambærilegri könnun í mars síðastliðnum taldi aðeins rúmur fjórðungur stjórnenda að aðstæður yrðu betri eftir sex mánuði.

Bjartsýni ríkir í öllum atvinnugreinum og munur milli þeirra lítill. Bjartsýnastir eru stjórnendur í byggingariðnaði og fjármálastarfsemi, þá í sjávarútvegi og verslun, síðan í ferða- og flutningaþjónustu og loks í iðnaði. Stjórnendur á höfuðborgarsvæðinu eru heldur bjartsýnni en á landsbyggðinni. Sjá nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×