Viðskipti innlent

Negotium afsalar sér starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki

Negotium hf. hefur afsalað sér starfsleyfi sínu sem verðbréfafyrirtæki með ótvíræðum og óafturkræfum hætti á grundvelli þess að engin eftirlitskyld starfsemi hafi verið stunduð á þeim tíma sem félagið hafði starfsleyfi.

Þetta kemur fram á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins. Þar segir að með vísan til framangreinds hefur Fjármálaeftirlitið fallist á afsal starfsleyfis og miðast niðurfelling starfsleyfis þess við 6. maí 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×