Viðskipti innlent

Gengi krónunnar hefur fallið um hátt í 4% í maí

Gengi krónunnar hefur fallið töluvert á síðustu átta dögum eða um hátt í fjögur prósent.

Gengisvísitalan var 206 stig þann 6. maí s.l. en er komin í tæplega 214 stig í dag. Dollarinn er kominn í yfir 121 krónu, evran í tæpar 158 krónur, pundið í 186 krónur og danska krónan stendur í rúmlega 21 krónu.

Fram kom í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka í gær að sennilega væri gengið að falla vegna þess að yfir 80 milljarða króna ríkisskuldabréfaflokkur er á gjalddaga á föstudag. Eigandur hans eru að mestu erlendir aðilar og þeir mega flytja vaxtagreiðslurnar af þessum bréfum úr landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×