Viðskipti innlent

Dóra stjórnar einkabankaþjónustu MP banka

Dóra B. Axelsdóttirhefur verið ráðin forstöðumaður einkabankaþjónustu MP banka. Dóra gekk til liðs við einkabankaþjónustu MP banka í desember síðast liðnum en hún starfaði áður hjá Virðingu hf. sem sérfræðingur í skuldabréfastýringu. Dóra starfaði einnig hjá SPRON um sjö ára skeið, meðal annars sem forstöðumaður eignastýringar og verðbréfaþjónustu.

Í tilkynningu segir að Dóra sé með BSc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, MSc í alþjóðaviðskiptum frá Copenhagen Business School og próf í verðbréfaviðskiptum.

Í tilkynningunni er einnig getið um eftirfarandi mannabreytingar: „Gísli Ásgeirsson hefur verið ráðinn viðskiptastjóri í einkabankaþjónustu MP banka. Hann starfaði áður sem verkefnastjóri hjá Íslandsbanka frá árinu 2010. Gísli starfaði um árabil við rekstur og markaðsmál hjá eignarhaldsfélaginu Atlas hf. sem þjónustar fyrirtæki í sjávarútvegi. Gísli er Cand oecon frá Háskóla Íslands og MBA frá Háskólanum í Reykjavík.

Kristinn Jóhannes Magnússon hefur verið ráðinn í starf sérfræðings í eignastýringu MP banka, með áherslu á innlenda stýringu. Hann starfaði áður í eignaumsjón og fjárstýringu hjá skilanefnd Kaupþings frá árinu 2009. Kristinn hefur jafnframt kennt áhættustýringu í fjármálaverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Kristinn er með BSc í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og MSc í aðgerðagreiningu (Operations research) frá Colombia University í New York.

Ari Ólafsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í áhættustýringu MP banka. Ari hefur lokið meistaragráðum í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og í áhættustýringu og fjármálaverkfræði  frá Imperial College í London auk BSc í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×