Viðskipti innlent

VÍS til fyrirmyndar í Evrópu

Vinnuverndarstofnun Evrópu sem staðsett er í Bilbao á Spáni hefur bent á VÍS sem fyrirmyndarfyrirtæki hvað varðar vinnuverndarstarf og heilsueflingu starfsfólks hjá fyrirtækinu. Þetta er liður í vinnuverndarvikunni 2012 – 2013 sem ber slagorðið Vinnuvernd - Allir vinna en þar er áhersla lögð á samskipti stjórnenda og starfsmanna á vinnutöðum.

Í tilkynningu segir að á heimasíðu stofnunarinnar er fjallað um hvernig VÍS stuðlar að sem bestum félagslegum og andlegum aðbúnaði starfsmanna, starfsumhverfi og heilsueflingu á vinnustaðnum. Heilsuefling er það þegar fyrirtæki ganga lengra en lög og reglur kveða á um að gert sé í vinnuverndarmálum.

Góð og opin samskipti eru lykilatriði í að skapa vinnustaðamenningu sem byggist á trausti, umhyggju og vellíðan starfsmanna. Þau fela meðal annars í sér markvissa upplýsingagjöf frá æðstu stjórnendum um starfsemi og rekstur fyrirtækisins, árleg starfsmannasamtöl og hvatningu til starfsmanna um opinská samskipti við stjórnendur.

„Það var mjög áhugavert og upplýsandi fyrir okkur hjá VÍS að taka þátt í verkefninu. Þegar við vorum að draga saman öll gögn og staðreyndir um starfið okkar þá kom virkilega í ljós hvað við erum búin að vera að vinna mikið í andlegum og félagslegum aðbúnaði og heilsueflingu starfsmanna okkar. Eitthvað sem við höfðum kannski ekki gert okkur nógu mikla grein fyrir. Auk þess komum við auga á tækifæri til að gera enn betur í þeim efnum, sem gerir vinnuverndarstarfið svo spennandi og lífandi“ segir Gísli Níls Einarsson sérfræðingur í forvörnum og fyrirtækjaviðskiptum hjá VÍS í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×