Viðskipti innlent

Ríkisolíufélag tekur ekki þátt olíuvinnslu á Drekasvæðinu

Heimir Már Pétursson skrifar
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir ekki standa til að væntanlegt ríkisolíufélag taki þátt í vinnslu á olíu á Drekasvæðinu og í þeim hluta norskrar lögsögu sem Íslendingar hafa rétt nýtingu olíu ef hún finnst.

Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að hann styddi stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum efnum en þó mætti skilja málflutning stjórnarflokkanna á þann hátt að þetta stæði til og vakti athygli á lögum sem fyrri ríkisstjórn hefi beitt sér fyrir þar sem þetta væri óheimilt.

„Og meginspurning mín er hvenær ríkisstjórnin hyggst setja þetta á stofn. Sömuleiðis þá tel ég, miðað við orðaval hljóman í stefnuyfirlýsingunni, að það megi skilja það þannig að ríkið ætli sömuleiðis að ráðast sjálft í olíuvinnslu. Það kemur mér á óvart, ég tel að það sé óheimilt samkvæmt lögum 166/2008," sagði Össur í dag.

Ragheiður Elín sagðist deila áhuga Össurar á þessum málaflokki. Núverandi ríkisstjórn hefði ekki breytt stefnunni hvað varðaði ríkisolíufélag sem nú væri í undirbúningi.

„Ég vil svara því hreint út að það stendur ekki til að slíkt ríkisolíufélag starfi sem vinnslufyrirtæki, og því ætti ekki að verða nein breyting á þeim lögum. Enda er kveðið á um það í fyrrnefndum lögum að það sé óheimilt. Ég ítreka að það stendur ekki til á þessu stigi að minnsta kosti að víkja frá því. Hvað seinna gerist í framtíðinni, það er annarra að taka ákvörðun um það. En hér er ekki verið að víkja frá þeirri stefnu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×