Handbolti

Refirnir unnu nauman útisigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin.
Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin. Mynd/NordicPhotos/Bongarts
Dagur Sigurðsson stýrði liði Füchse Berlin til 27-25 sigurs á HSG Wetzlar á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Refirnir gefa því ekkert eftir í baráttunni um annað sætið í deildinni.

Staðan var 13-13 í hálfleik og 17-17 þegar 20 mínútur voru til leiksloka. Þá skoruðu Refirnir fjögur mörk gegn einu og tóku frumkvæðið sem þeir héldu út leikinn.

Konstantin Igropulo skoraði 9 mörk fyrir Füchse en Michael Müller, Steffen Fäth og Philipp Müller voru markahæstir hjá Wetzlar með fjögur mörk hver. Fannar Friðgeirsson skoraði tvö mörk fyrir Wetzlar.

Þetta var þriðji sigur Füchse Berlin í röð og liðið er nú einu stigi á eftir Rhein-Neckar Löwen sem er í öðru sæti en á leik inni á morgun.

Wetzlar var búið að vinna þrjá leiki í röð fyrir leikinn en liðið er nú í áttunda sæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×