Viðskipti innlent

Hilmari Björnssyni sagt upp

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Hilmar segir ástæðu uppsagnarinnar vera ágreining um golfefni sem hann á sýningarréttinn á.
Hilmar segir ástæðu uppsagnarinnar vera ágreining um golfefni sem hann á sýningarréttinn á.
Hilmari Björnssyni, dagskrárstjóra Skjás eins, var sagt upp störfum í gær. Hann hafði verið dagskrárstjóri frá því um mitt ár 2011 og þar áður sjónvarpsstjóri á sjónvarpsstöðinni Sýn og á Stöð 2 Sport.

Hilmar segir miður að farið hafi sem fór, en segist stoltur af starfi sínu hjá Skjá einum og þætti sínum í uppbyggingu stöðvarinnar. Ástæðu uppsagnarinnar segir Hilmar vera ágreining á milli hans og framkvæmdastjóra Skjásins, Friðriks Friðrikssonar, um útsendingarrétt á golfefni sem félag í eigu Hilmars hefur haft réttindi á og sýnt hefur verið á stöðinni Skjár golf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×