Efla þarf stöðu íslenskra neytenda á fjármálamarkaði Lovísa Eiríksdóttir skrifar 11. júlí 2013 07:00 Þrír stærstu bankar á Íslandi eru í sameiginlegum yfirráðum á markaði, sem setur íslenska neytendur í slæma stöðu. Samsett mynd Ásgeir Jónsson Staða íslenskra neytenda á fjármálamarkaði er bágmorin samanborið við önnur Norðurlandaríki, að mati nefndar um málið sem skipuð var af forsætisráðuneytinu. Nefndin leggur til að samkeppnisumhverfi á fjármálamarkaði verði styrkt, meðal annars með því að afnema stimpilgjöld og bæta upplýsingagjöf neytenda á markaðnum, en slíku er afar ábótavant. „Við teljum að stimpilgjöld og almenn lántökugjöld séu samkeppnisleg hindrun á fjármálamarkaði þar sem þau koma í veg fyrir að fýsilegt sé fyrir viðskiptavini bankastofnana að skipta um lánveitanda sem býður betri kjör,“ segir Guðbjörg Eva Baldursdóttir, formaður nefndarinnar, og bætir við að mikilvægt sé að stjórnvöld fari í endurskoðun á slíkum gjöldum. „Stimpilgjöld eru fáheyrð öðrum Evrópuríkjum enda koma þau í veg fyrir eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði.“ Nefndin leggur einnig til að sett verði á fót einhvers konar samanburðarverðsjá þar sem allar upplýsingar um fjármálaþjónustu eru veittar á skýran og aðgengilegan hátt og að stofnað verði nýtt embætti sem reki slíka þjónustu ásamt því að halda utan um neytendamál á þessu sviði.Guðbjörg Eva Baldursdóttir„Það er lykilatriði að veita neytendum samanburð á kjörum fjármálastofnana, sem er erfiðleikum háð í dag. Eins og staðan er núna er ógjörningur að fara í samanburð á kjörum en slíka þjónustu er að finna í öllum hinum Norðurlandaríkjunum,“ segir Guðbjörg Eva og bætir við að bankarnir þrír séu allir með sama lántökugjald sem gripið er úr lausu lofti. „Fjármálaafurðir eru flóknari í eðli sínu en aðrar vörur en það verður að tryggja að neytendur á þeim markaði fái sömu vernd og á öðrum mörkuðum.“ Ásgeir Jónson hagfræðingur tekur undir tillögur nefndarinnar og segir gríðarlega mikilvægt að auka gegnsæi á markaðnum. „Það ríkir nokkurs konar einokun á íslenskum bankamarkaði sem þarf að vinna gegn og það er meðal annars gert með því að gefa neytendum greiðari aðgang að upplýsingum um fjármögnunarleiðir og að halda lántökugjöldum í lágmarki til þess að auðvelda þeim að færa sig á milli fjármálastofnana,“ segir Ásgeir. „Til dæmis eru stimpilgjöld gjöld sem þarf að greiða fyrir enga þjónustu, slík gjaldtaka hindrar samkeppni og hana þarf að afnema,“ segir Ásgeir og leggur áherslu á að lykilatriði sé að auka upplýsingaflæði til neytenda um mismunandi fjármögnunarleiðir. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Ásgeir Jónsson Staða íslenskra neytenda á fjármálamarkaði er bágmorin samanborið við önnur Norðurlandaríki, að mati nefndar um málið sem skipuð var af forsætisráðuneytinu. Nefndin leggur til að samkeppnisumhverfi á fjármálamarkaði verði styrkt, meðal annars með því að afnema stimpilgjöld og bæta upplýsingagjöf neytenda á markaðnum, en slíku er afar ábótavant. „Við teljum að stimpilgjöld og almenn lántökugjöld séu samkeppnisleg hindrun á fjármálamarkaði þar sem þau koma í veg fyrir að fýsilegt sé fyrir viðskiptavini bankastofnana að skipta um lánveitanda sem býður betri kjör,“ segir Guðbjörg Eva Baldursdóttir, formaður nefndarinnar, og bætir við að mikilvægt sé að stjórnvöld fari í endurskoðun á slíkum gjöldum. „Stimpilgjöld eru fáheyrð öðrum Evrópuríkjum enda koma þau í veg fyrir eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði.“ Nefndin leggur einnig til að sett verði á fót einhvers konar samanburðarverðsjá þar sem allar upplýsingar um fjármálaþjónustu eru veittar á skýran og aðgengilegan hátt og að stofnað verði nýtt embætti sem reki slíka þjónustu ásamt því að halda utan um neytendamál á þessu sviði.Guðbjörg Eva Baldursdóttir„Það er lykilatriði að veita neytendum samanburð á kjörum fjármálastofnana, sem er erfiðleikum háð í dag. Eins og staðan er núna er ógjörningur að fara í samanburð á kjörum en slíka þjónustu er að finna í öllum hinum Norðurlandaríkjunum,“ segir Guðbjörg Eva og bætir við að bankarnir þrír séu allir með sama lántökugjald sem gripið er úr lausu lofti. „Fjármálaafurðir eru flóknari í eðli sínu en aðrar vörur en það verður að tryggja að neytendur á þeim markaði fái sömu vernd og á öðrum mörkuðum.“ Ásgeir Jónson hagfræðingur tekur undir tillögur nefndarinnar og segir gríðarlega mikilvægt að auka gegnsæi á markaðnum. „Það ríkir nokkurs konar einokun á íslenskum bankamarkaði sem þarf að vinna gegn og það er meðal annars gert með því að gefa neytendum greiðari aðgang að upplýsingum um fjármögnunarleiðir og að halda lántökugjöldum í lágmarki til þess að auðvelda þeim að færa sig á milli fjármálastofnana,“ segir Ásgeir. „Til dæmis eru stimpilgjöld gjöld sem þarf að greiða fyrir enga þjónustu, slík gjaldtaka hindrar samkeppni og hana þarf að afnema,“ segir Ásgeir og leggur áherslu á að lykilatriði sé að auka upplýsingaflæði til neytenda um mismunandi fjármögnunarleiðir.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent