Orkuveitan tekur lægra tilboði - mikil leynd yfir samningnum Valur Grettisson skrifar 11. júlí 2013 11:59 Borgaráðsfundur stendur nú yfir hjá Reykjavíkurborg, en þar verður meðal annars tekist á um sölu á Magma-skuldabréfi. Stjórnarformaður Orkuveitunnar segir leynd yfir málinu umhverfi sem löggjafinn hafi sett fyrirtækinu. Morgunblaðið greindi frá því í dag að meirihluti borgastjórnar Besta flokksins og Samfylkingarinnar, hygðust selja skuldabréf Orkuveitunnar í Magma-Energy fyrir 8,6 milljarða króna. Orkuveitan samþykkti söluna fyrir sitt leyti í júní, og var gengið að lægra tilboðinu. Greitt verður fyrir bréfin í tveimur hlutum. Fyrri greiðslan fer fram 30. ágúst næstkomandi og er mun hærri en ef gengið hefði verið að hinu tilboðinu. Haraldur Flosi Tryggvason er stjórnarformaður Orkuveitunnar. Spurður hversvegna gengið hafi verið að lægra tilboðinu svarar hann: „Nú hagar því þannig til að það er leynd af fjárhagi þessarar sölu, enda Orkuveitan skráð á markaði, ég get því ekki rætt þetta þannig," segir Haraldur Flosi. Spurður hvort þetta sé ekki óheppileg staða að útsvarsgreiðendur fái ekki upplýsingar um málið, svarar hann: „Þetta er það umhverfi sem löggjafinn hefur sett okkur og ég hef ekkert um það að segja í sjálfu sér." Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir í dag tíma sölunnar, en álverð er með því lægsta þessa dagana og vill hann meina að um hálfgerða hraksölu sé að ræða. Um þetta segir Haraldur: „Álverðið er ein breytingin í þessu, og sitt sýnist hverjum, alþjóðlegar spár eru ekki góðar, og því er betra að selja núna.“ Haraldur bætir við að búið sé að gera ítarlegt mat á stöðu þessa bréfs og fýsileika þess að eiga það fyrir orkuveituna „og niðurstaðan er einhlít og tekur mið af hættustefnu fyritækisins að það er ekki ásættanlegt að eiga þetta,“ bætir Haraldur við. Fundur borgarráðs stendur nú yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur. Umræður um sölu bréfsins ættu að hefjast eftir hádegi. Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Borgaráðsfundur stendur nú yfir hjá Reykjavíkurborg, en þar verður meðal annars tekist á um sölu á Magma-skuldabréfi. Stjórnarformaður Orkuveitunnar segir leynd yfir málinu umhverfi sem löggjafinn hafi sett fyrirtækinu. Morgunblaðið greindi frá því í dag að meirihluti borgastjórnar Besta flokksins og Samfylkingarinnar, hygðust selja skuldabréf Orkuveitunnar í Magma-Energy fyrir 8,6 milljarða króna. Orkuveitan samþykkti söluna fyrir sitt leyti í júní, og var gengið að lægra tilboðinu. Greitt verður fyrir bréfin í tveimur hlutum. Fyrri greiðslan fer fram 30. ágúst næstkomandi og er mun hærri en ef gengið hefði verið að hinu tilboðinu. Haraldur Flosi Tryggvason er stjórnarformaður Orkuveitunnar. Spurður hversvegna gengið hafi verið að lægra tilboðinu svarar hann: „Nú hagar því þannig til að það er leynd af fjárhagi þessarar sölu, enda Orkuveitan skráð á markaði, ég get því ekki rætt þetta þannig," segir Haraldur Flosi. Spurður hvort þetta sé ekki óheppileg staða að útsvarsgreiðendur fái ekki upplýsingar um málið, svarar hann: „Þetta er það umhverfi sem löggjafinn hefur sett okkur og ég hef ekkert um það að segja í sjálfu sér." Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir í dag tíma sölunnar, en álverð er með því lægsta þessa dagana og vill hann meina að um hálfgerða hraksölu sé að ræða. Um þetta segir Haraldur: „Álverðið er ein breytingin í þessu, og sitt sýnist hverjum, alþjóðlegar spár eru ekki góðar, og því er betra að selja núna.“ Haraldur bætir við að búið sé að gera ítarlegt mat á stöðu þessa bréfs og fýsileika þess að eiga það fyrir orkuveituna „og niðurstaðan er einhlít og tekur mið af hættustefnu fyritækisins að það er ekki ásættanlegt að eiga þetta,“ bætir Haraldur við. Fundur borgarráðs stendur nú yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur. Umræður um sölu bréfsins ættu að hefjast eftir hádegi.
Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira