Viðskipti innlent

Vita ekki hver stendur á bak við sjóðinn sem vill kaupa Magma-bréfið

Valur Grettisson skrifar
Borgarráð samþykkti í dag að selja skuldabréf í Magma fyrir rúmlega átta milljarða króna í dag. Ekki er nákvæmlega vitað hver kaupandinn er.
Borgarráð samþykkti í dag að selja skuldabréf í Magma fyrir rúmlega átta milljarða króna í dag. Ekki er nákvæmlega vitað hver kaupandinn er.
Borgarráð samþykkti í dag að selja skuldabréf í Magma fyrir rúmlega átta milljarða króna í dag. Ekki er nákvæmlega vitað hver kaupandinn er.

Saga skuldabréfsins spannar í raun fjögur ár. Bréfið var gefið út af Magma Energy árið 2009 og var það hluti af greiðslu fyrir hlut Orkuveitunnar í HS Orku. Á bak við bréfið stendur veð í hlutabréfum í HS Orku

Tilboðið sem Borgarráð samþykkti í dag var upp á 8,6 milljarða. Sjóður á vegum Landsbréfa hyggst kaupa bréfin með fyrirvara um fjármögnun og heldur nú samningaferlið við sjóðinn áfram. En það er ákveðin áhætta sem fylgir sölunni, enda álverð lágt.     

„Álverið er eitt af því sem hefur áhrif á þetta bréfm en það hefur verið metið hvort álverð hækki eða lækki ennfrekar, og er klárlega ein áhættan í þessu máli. En það er ekki bara áhætta fólgin í að selja, heldur líka að eiga og við þurfum að meta hvoru tveggja,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs.

Borgarfulltrúar minnihlutans hafa gagnrýnt söluferlið harðlega út af mikilli leynd.  Dagur segir reglurnar kveða einfaldlega á um það allir eiga fá upplýsingar jafnt um kaupin.

Þorleifur Gunnlaugsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, gagnrýnir söluna harðlega, þá sérstaklega á þeim forsendum að ekki er vitað hverjir standa að baki sjóðnum.

„Það veit enginn hver er er bak við þenna sjóð. Það getur alveg eins verið Jón jónsson, Pietr Júlónóvits, Huang Nubo eða Ross Beaty,“  segir Þorleifur.

Um þetta segir Dagur:

„Landsbréf leggur fram tilboð með fyrirvara um fjármögnun. Þeir stofnað félag sem ýmsir munu koma að. Það er það sem er ófrágengið þeirra megin, og þess vegna er málinu ekki lokið heldur var borgarráð að veita Orkuveitunni heimild til þess að halda áfram með málið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×