Handbolti

Löwen og Nantes áfram í EHF-bikarnum

Stefán Rafn átti ágætan leik í dag.
Stefán Rafn átti ágætan leik í dag. vísir/bongarts
Íslendingaliðin Rhein-Neckar Löwen og Nantes eru bæði komin áfram í EHF-bikarnum en riðlakeppninni lauk í dag.

Löwen vann útisigur á Zaporozhye, 25-29, en Nantes skellti Besiktas, 24-21. Gunnar Steinn Jónsson skoraði ekki fyrir Nantes í dag. Alexander Petersson lék ekki með Löwen en Stefán Rafn Sigurmannsson spilaði talsvert.

Löwen var búið að vinna riðilinn fyrir leikinn og því gat þjálfari liðsins, Guðmundur Guðmundsson, leyft sér að spila á hálfgerðu varaliði.

Þó svo Nantes hafi ekki unnið sinn riðil er liðið samt búið að tryggja sér sæti í úrslitahelginni sem fer fram á þeirra heimavelli. Eru því aðeins þrjú laus sæti í undanúrslitunum.

Önnur lið, þar á meðal Löwen, þurfa að spila upp á að komast þangað en Nantes bíður rólegt. Afar sérkennilegt kerfi svo ekki sé nú meira sagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×