Handbolti

Sex mörk hjá Ólafi Bjarka í mikilvægum sigri

Ólafur Bjarki.
Ólafur Bjarki.
Íslendingaliðið Emsdetten heldur fjögurra stiga forskoti sínu í þýsku B-deildinni í handknattleik. Liðið vann í kvöld erfiðan útisigur, 30-31, gegn Leipzig.

Ólafur Bjarki Ragnarsson fór mikinn í liði Emsdetten í kvöld og skoraði sex mörk. Hann var markahæstur hjá sínu liði. Ernir Hrafn Arnarson skoraði þrjú mörk fyrir liðið.

Hannes Jón Jónsson fór á kostum með liði Eisenach, sem Aðalsteinn Reynir Eyjólfsson þjálfar, og skoraði sjö mörk í mikilvægum 27-24 sigri á Hüttenberg. Eisenach er í þriðja sæti deildarinnar.

Arnór Gunnarsson komst ekki á blað hjá Bergischer sem vann flottan útisigur, 28-32, gegn TuS Ferndorf. Bergischer styrkti um leið stöðu sína í öðru sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×