Viðskipti innlent

BM Vallá sendir 2.400 tonn af eldvarnarmúr til Belgíu

Á dögunum sendi BM Vallá 2.400 tonn af íslenskum eldvarnarmúr til þýska fyrirtækisins BASF sem annast sölu og dreifingu á vörunni í Evrópu. Efnið verður notað í samgöngumannvirki (göng) í Antwerpen í Belgíu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá BM Vallá. Þar segir að síðastliðin ár hefur BM Vallá unnið að þróun og framleiðslu á sérstökum eldvarnarmúr úr íslenskum jarðefnumMúrinn er gerður til notkunar í jarðgöngum til að þekja veggi og er gæddur þeim eiginleika að einangra hita frá flóttaleiðum og þar með lengja þann tíma sem vegfarendur í jarðgöngum hafa til að koma sér í öruggt skjól. Þannig eykur múrinn verulega öryggi í jarðgöngum.

Varan var þróuð í samstarfi við BASF, en öll undirbúningsvinna, rannsóknir og framleiðsla fór fram í múrverksmiðju BM Vallá í Garðabæ.

Viðskiptin eru stærstu erlendu viðskipti BM Vallá hingað til. En aðrir erlendir aðilar hafa sýnt vörunni mikinn áhuga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×