Viðskipti innlent

Norðuráli gert að borga HS Orku 175 milljónir í sekt

Ragnar Guðmundsson forstjóri Norðuráls.
Ragnar Guðmundsson forstjóri Norðuráls.

HS Orka hf. hefur nú fengið jákvæða niðurstöðu gerðardóms vegna deilu um magn orku sem Norðurál Grundartangi hefur keypt síðan 1. október 2011.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar segir að samkvæmt úrskurðinum skal Norðurál Grundartangi greiða skaðabætur að upphæð rúmlega 1,4 milljónir dollara eða um 175 milljónir kr. sem eru fullar bætur fyrir þá orku sem álverið í Grundartanga tók ekki en var samningsbundin til að taka.

Þessi sala hefur verið tekjufærð mánaðarlega á tímabilinu og hefur því ekki áhrif á rekstrarafkomu. Úrskurðurinn leiðir einnig til þess að til slíkrar skerðingar getur ekki komið í framtíðinni.

Um er að ræða orkusamning sem gerður var við Norðurál árið 2005.

Í framhaldi af þessari niðurstöðu gerðardóms hefur Orkuveita Reykjavíkur ákveðið að krefja Norðurál um 748 milljónir króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×