Viðskipti innlent

Norðurál verður krafið um tæpan milljarð samtals - forstjóri vill einbeita sér að Helguvík

VG skrifar
Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, vonast til þess að nú sé hægt að einbeita sér að Helguvík.
Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, vonast til þess að nú sé hægt að einbeita sér að Helguvík.

„Það er gott að þetta sé komið frá og vonandi verður þetta til þess að menn geti farið að einbeita sér að Helguvík,“ segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls á Íslandi, en gerðardómur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Norðurál Grundartangi greiði HS Orku skaðabætur að upphæð rúmlega 1,4 milljónir dollara, eða um 175 milljónir króna, sem eru fullar bætur fyrir þá orku sem álverið í Grundartanga tók ekki, en var samningsbundin til að taka.

Þetta er í annað skiptið sem mál þessara tveggja fyrirtækja rata fyrir gerðardóm en Norðurál hafði betur þá þegar gerðardómur í Svíþjóð komst að þeirri niðurstöðu árið 2011 að HS Orku væri skylt að afhenda Norðuráli ákveðna orku til rekstur álversins í Helguvík.

Ragnar segist vonast til þess að niðurstaðan nú verði til þess að það verði fram haldið með áformin um uppbyggingu álversins í Helguvík.

Orkuveitu Reykjavíkur var stefnt inn í málið í ljósi þess að fyrirtækið selur Norðuráli orku.

Fyrirtækið gerði ekki bótakröfu í málinu en áskildi sér rétt til þess að gera slíkt að fenginni niðurstöðu dómsins. Að sögn upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar mun félagið krefja Norðurál um 748 milljónir króna á næstu vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×