Handbolti

Guðmundur vann þjálfaraslaginn á móti Aðalsteini

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson.
Guðmundur Guðmundsson. Mynd/NordicPhotos/Bongarts
Guðmundur Guðmundsson stýrði Rhein-Neckar Löwen til þriggja marka heimsigurs á lærisveinum Aðalsteins Eyjólfssonar í ThSV Eisenach, 30-27, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Alexander Petersson skoraði eitt mark fyrir Rhein-Neckar Löwen en Stefán Rafn Sigurmannsson komst ekki á blað. Uwe Gensheimer var markahæstur hjá Ljónunum með átta mörk.

Bjarki Már Elísson var markahæstur hjá Eisenach með sex mörk en Dener Jaanimaa var einnig með sex mörk.

Rhein-Neckar Löwen hefur þar með unnuð fimm fyrstu heimaleiki sína í þýsku deildinni en liðið er í fjórða sætinu stigi á eftir Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í Füchse Berlin.

Eisenach er sem stendur í 15. sæti sem er síðasta örugga sætið í deildinni en þrjú neðstu liðin falla úr deildinni næsta vor. Þetta var fjórða tap liðsins í röð á útivelli en Eisenach-liðið hefur unnið tvo síðustu heimaleiki sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×