Jaguar og Porsche framúr Lexus á ánægjulista J.D. Power Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2013 08:45 Bíleigendur lúxusbíla eru ánægðastir með Jaguar bíla. J.D. Power kannar á hverju ári ánægju bíleigenda og í lúxusbílaflokki er það helst að frétta þetta árið að Jaguar og Porsche hefur velt Lexus í fyrsta sætinu. Efst trónir nú Jaguar með 740 stig af 1.000 mögulegum, Porsche kemur þar næst á eftir með 739 stig og Lexus er nú í þriðja sæti með 737 stig. Hástökkvarinn á listanum þetta árið er Volvo, sem nú skoraði 707 stig, upp um 30 stig. Við það hækkaði Volvo úr 11. sætinu í það 9. J.D. Power gefur einnig út lista fjöldaframleiddra lúxusbíla og þar trónir Mini hæst með 718 stig, en í næsta sæti og talsvert fyrir neðan er Buick með 694 stig. Er þetta fjórða árið sem Mini er á toppi þess lista. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent
J.D. Power kannar á hverju ári ánægju bíleigenda og í lúxusbílaflokki er það helst að frétta þetta árið að Jaguar og Porsche hefur velt Lexus í fyrsta sætinu. Efst trónir nú Jaguar með 740 stig af 1.000 mögulegum, Porsche kemur þar næst á eftir með 739 stig og Lexus er nú í þriðja sæti með 737 stig. Hástökkvarinn á listanum þetta árið er Volvo, sem nú skoraði 707 stig, upp um 30 stig. Við það hækkaði Volvo úr 11. sætinu í það 9. J.D. Power gefur einnig út lista fjöldaframleiddra lúxusbíla og þar trónir Mini hæst með 718 stig, en í næsta sæti og talsvert fyrir neðan er Buick með 694 stig. Er þetta fjórða árið sem Mini er á toppi þess lista.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent