Segir vinnuna eiga að vera skemmtilega Haraldur Guðmundsson skrifar 25. september 2013 14:04 Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Spyr leggur mikla áherslu á skemmtilegt starfsumhverfi. MYND/ANTON BRINK Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Spyr, er þessa dagana að flytja fyrirtæki sitt í frumkvöðlasetrið á Eiðistorgi. Fyrirtækið, sem er að hennar sögn mitt á milli þess að vera fjölmiðill og samfélagsmiðill, hefur í um ár boðið notendum spyr.is upp á að senda inn spurningar sem starfsfólk vefsins leitar svara við og deilir með lesendum síðunnar. „Ég var áður framkvæmdastjóri hjá Creditinfo og þegar ég kvaddi fyrirtækið vorið 2011 vissi ég að það væru spennandi og skemmtilegir tímar fram undan og sú varð raunin,“ segir Rakel og bætir því við að hún hafi alla tíð unnið við skemmtileg störf. „Vinnan á að vera skemmtileg og ég hef verið einstaklega lánsöm í þeim efnum.“ Rakel lærði framleiðslu- og rekstrarstjórnun fyrir sjónvarp í Los Angeles á árunum 1991-1992. Hennar fyrsta alvöru starf var sem sölustjóri á Morgunblaðinu. „Þar var ég til þrítugs þegar ég réð mig sem auglýsingastjóra Norðurljósa og þar á eftir rak ég talsetningarfyrirtækið Hljóðsetningu,“ segir Rakel. Sumarið 2005 tók hún við starfi framkvæmdastjóra Fjölmiðlavaktarinnar, sem síðar var sameinuð Lánstrausti, undir nafni Creditinfo. „Þá tók við mjög spennandi tími og það var mikil áskorun að leiða sameininguna því þessi vanskila- og fjárhagshluti sem fylgdi Lánstrausti var algjörlega nýr fyrir mér.“ Rakel er fædd í Stykkishólmi en eiginmaður hennar, Gylfi Freyr Konráðsson, girðingaverktaki og starfsmaður Stólpagáma, er frá Hellissandi. Þau eiga tvö börn, Jóhönnu sem er tíu ára og Má sem er sex ára. Að auki eru hundur og köttur á heimilinu. „Við hjónin vinnum mikið en leggjum áherslu á að helgarnar séu tileinkaðar fjölskyldunni. Annars erum við dugleg að ferðast, fara í útilegur, berjaferðir og ferðalög til útlanda. Ég er þó ekki jafn mikið fyrir hestamennsku og útivist og hinir þrír meðlimir fjölskyldunnar. En ég er mikill bókaormur og get á meðan lesið þeim mun fleiri bækur,“ segir Rakel. Spurð hvort hún eigi fleiri áhugamál en bóklestur segir Rakel að hún sé einnig frétta- og þjóðfélagsumræðufíkill. „Þess vegna á núverandi starf þeim mun betur við mig,“ segir Rakel. „Ég kynntist Rakel fyrst þegar hún starfaði fyrir Morgunblaðið. Það er óhætt að segja að hún sé ótrúlega kraftmikil, útsjónarsöm og lifandi manneskja. Hvar sem ég hef séð til hennar í starfi, hvort sem er hjá Morgunblaðinu, Creditinfo eða í sprotafyrirtækinu Spyr, er hún sérlega drífandi og sér tækifæri sem jafnvel blasa ekki við hverjum sem er." Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. „Rakel er frábær samstarfsmaður í hverju sem hún tekur sér fyrir hendur, því hún gengur af röggsemi í öll verk með jákvæðni og húmorinn að leiðarljósi. Ég kynntist Rakel í gegnum starf FKA þegar við tókum saman sæti í fræðslunefnd félagsins fyrir nokkrum árum. Þrátt fyrir að hún vilji helst einblína á það sem er skemmtilegt hikar Rakel ekki við að tækla það sem er erfitt og fylgir því vel eftir." Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri True North. „Við Rakel kynntumst hjá Norðurljósum og höfum verið vinkonur síðan. Hún sýnir öllum í kringum sig áhuga, kann að samgleðjast og er vinur vina sinna. Rakel hefur mikið keppnisskap, er ósérhlífin til vinnu, mjög einbeitt og tekst það sem hún ætlar sér. Hún er bóngóð og hikar ekki við að taka að sér krefjandi verkefni. Rakel hefur mikinn sannfæringarkraft og tókst meðal annars að fá mig með sér til Marbella á Spáni með þriggja tíma fyrirvara. Sú ferð gleymist seint enda er gaman að vera prakkari með Rakel." Jensína K. Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum. Mest lesið Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Spyr, er þessa dagana að flytja fyrirtæki sitt í frumkvöðlasetrið á Eiðistorgi. Fyrirtækið, sem er að hennar sögn mitt á milli þess að vera fjölmiðill og samfélagsmiðill, hefur í um ár boðið notendum spyr.is upp á að senda inn spurningar sem starfsfólk vefsins leitar svara við og deilir með lesendum síðunnar. „Ég var áður framkvæmdastjóri hjá Creditinfo og þegar ég kvaddi fyrirtækið vorið 2011 vissi ég að það væru spennandi og skemmtilegir tímar fram undan og sú varð raunin,“ segir Rakel og bætir því við að hún hafi alla tíð unnið við skemmtileg störf. „Vinnan á að vera skemmtileg og ég hef verið einstaklega lánsöm í þeim efnum.“ Rakel lærði framleiðslu- og rekstrarstjórnun fyrir sjónvarp í Los Angeles á árunum 1991-1992. Hennar fyrsta alvöru starf var sem sölustjóri á Morgunblaðinu. „Þar var ég til þrítugs þegar ég réð mig sem auglýsingastjóra Norðurljósa og þar á eftir rak ég talsetningarfyrirtækið Hljóðsetningu,“ segir Rakel. Sumarið 2005 tók hún við starfi framkvæmdastjóra Fjölmiðlavaktarinnar, sem síðar var sameinuð Lánstrausti, undir nafni Creditinfo. „Þá tók við mjög spennandi tími og það var mikil áskorun að leiða sameininguna því þessi vanskila- og fjárhagshluti sem fylgdi Lánstrausti var algjörlega nýr fyrir mér.“ Rakel er fædd í Stykkishólmi en eiginmaður hennar, Gylfi Freyr Konráðsson, girðingaverktaki og starfsmaður Stólpagáma, er frá Hellissandi. Þau eiga tvö börn, Jóhönnu sem er tíu ára og Má sem er sex ára. Að auki eru hundur og köttur á heimilinu. „Við hjónin vinnum mikið en leggjum áherslu á að helgarnar séu tileinkaðar fjölskyldunni. Annars erum við dugleg að ferðast, fara í útilegur, berjaferðir og ferðalög til útlanda. Ég er þó ekki jafn mikið fyrir hestamennsku og útivist og hinir þrír meðlimir fjölskyldunnar. En ég er mikill bókaormur og get á meðan lesið þeim mun fleiri bækur,“ segir Rakel. Spurð hvort hún eigi fleiri áhugamál en bóklestur segir Rakel að hún sé einnig frétta- og þjóðfélagsumræðufíkill. „Þess vegna á núverandi starf þeim mun betur við mig,“ segir Rakel. „Ég kynntist Rakel fyrst þegar hún starfaði fyrir Morgunblaðið. Það er óhætt að segja að hún sé ótrúlega kraftmikil, útsjónarsöm og lifandi manneskja. Hvar sem ég hef séð til hennar í starfi, hvort sem er hjá Morgunblaðinu, Creditinfo eða í sprotafyrirtækinu Spyr, er hún sérlega drífandi og sér tækifæri sem jafnvel blasa ekki við hverjum sem er." Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. „Rakel er frábær samstarfsmaður í hverju sem hún tekur sér fyrir hendur, því hún gengur af röggsemi í öll verk með jákvæðni og húmorinn að leiðarljósi. Ég kynntist Rakel í gegnum starf FKA þegar við tókum saman sæti í fræðslunefnd félagsins fyrir nokkrum árum. Þrátt fyrir að hún vilji helst einblína á það sem er skemmtilegt hikar Rakel ekki við að tækla það sem er erfitt og fylgir því vel eftir." Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri True North. „Við Rakel kynntumst hjá Norðurljósum og höfum verið vinkonur síðan. Hún sýnir öllum í kringum sig áhuga, kann að samgleðjast og er vinur vina sinna. Rakel hefur mikið keppnisskap, er ósérhlífin til vinnu, mjög einbeitt og tekst það sem hún ætlar sér. Hún er bóngóð og hikar ekki við að taka að sér krefjandi verkefni. Rakel hefur mikinn sannfæringarkraft og tókst meðal annars að fá mig með sér til Marbella á Spáni með þriggja tíma fyrirvara. Sú ferð gleymist seint enda er gaman að vera prakkari með Rakel." Jensína K. Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum.
Mest lesið Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent