Handbolti

Refirnir hans Dags ekki í vandræðum með Emsdetten

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin.
Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin. Mynd/NordicPhotos/Bongarts
Füchse Berlin vann sannfærandi fimmtán marka sigur á TV Emsdetten í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 34-19. Emsdetten tapaði þarna sínum níunda leik í röð.

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin hafa unnið fjóra af síðustu fimm deildarleikjum sínum þar af tvo síðustu leiki sína með miklum mun.

Þrír Íslendingar leika með TV Emsdetten. Oddur Gretarsson skoraði tvö mörk, Ernir Hrafn Arnarson var með eitt mark og Ólafur Bjarki Ragnarsson komst ekki á blað.

 

Colja Löffler, Fabian Wiede og Paul Drux skoruðu allir fimm mörk fyrir Füchse Berlin og Jonas Thümmler var með fjögur mörk.

Þetta var níundi sigur Füchse Berlin í þrettán leikjum en liðið er í 3. sæti þýsku deildarinnar. Emsdetten er hinsvegar á botninum en liðið hefur aðeins náð í tvö stig af 26 mögulegum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×