Sprotar vongóðir um fjármögnun Óli Kristján Ármannsson skrifar 24. ágúst 2013 07:00 Húsfyllir var í aðalfundarsalnum í höfuðstöðvum Arion banka í gær á fjárfestadegi Startup Reykjavík. FréttablaðiðGVA Tíu sprotafyrirtæki kynntu hugmyndir sínar á fjárfestadegi Startup Reykjavík í Arion banka í gærmorgun. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fjallaði í opnunarávarpi sínu um það hvernig ný tækni hafi jafnað tækifæri til nýsköpunar á heimsvísu. „Nú gilda engar afsakanir lengur. Sköpunarkrafturinn sem okkur hefur verið gefinn er á nýjum leikvelli,“ sagði hann. Núna væri yngsta kynslóðin á heimavelli í nýsköpun og til hennar væri vert að horfa. Gróska innan tækniframfara hafi raskað hefðbundnum valdahlutföllum og ungt fólk fengið trú og fullvissu um að það geti verið þátttakendur í hugmyndasköpun og nýbreytni á heimsvísu. Aðalfyrirlesari á fjárfestadeginum var Jonathan Ortmans, forseti Global Entrepreneurship Week. Hann talaði einnig um breytta tíma þegar úr grasi vaxi kynslóðir sem deili gildum þvert á landamæri og vinni saman að nýsköpun um heim allan. Hann benti á að öll ný störf sem orðið hafi til í Bandaríkjunum síðustu ár hafi komið frá fyrirtækjum fimm ára og yngri. Þjóðir heims átti sig því á því í auknum mæli hversu miklu skipti fyrir framþróun og hagvöxt að styðja við sprotafyrirtæki.Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri Klaks Innovit og Höskuldur Ólafsson, forstjóri Arion banka.Fréttablaðið/GVAStartup Reykjavik er samstarfsverkefni Arion banka, Klaks og Innovit. Valin eru tíu viðskiptateymi sem meðal annars fá tvær milljónir í hlutafé frá Arion banka gegn 6 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu. Þá fá þau tíu vikna þjálfun, aðsetur í húsnæði við Borgartún í Reykjavík, aðgang að tengslaneti Global Accelerator Network og kynna svo að lokum verkefni sín fyrir fjárfestum.Sprotafyrirtækin sem kynntu verkefni sín í gær:SAReye kynnti aðgerðar og krísustjórnunarkerfi fyrir viðbragðsaðila og stærri fyrirtæki.Activity Stream greinir gagnlegar upplýsingar úr viðskiptahugbúnaði fyrirtækja.Snjohus Software hannar hugbúnað fyrir snallsíma, þar á meðal einkaþjálfaraappið Vfit.Herberia þróar og skráir jurtalyf á Evrópumarkað.Þoran Distillery hyggur á framleiðslu maltviskís á Íslandi.Silverberg býr til mælingarbúnað fyrir líkamsræktarstöðvar og hugbúnað fyrir notendur.Golf Pro Assistant er vefhugbúnaður fyrir golfkennara og nemendur.SeeMee ef vefviðmót fyrir atvinnuumsóknir með myndskeiðum og öðrum gögnum.Y-Z hannar og selur kvenfatnað sem hægt er að breyta eftir aðstæðum.Zalibuna hyggur á sleðaferðir niður Kambana með veitinga- og minjagripasölu.Frekari upplýsingar um verkefnin er að finna á vef Startup Reykjavik.Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands ávarpaði gesti í upphafi fjárfestadags Startup Reykjavik í gærmorgun.Fréttablaðið/GVAÞórður Sverrisson forstjóri Nýherja og Arnar Þórisson hjá Íslenskri fjárfestingu stinga saman nefjum.Fréttablaðið/GVAPáll Harðarson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland (Kauphallar Íslands) og Finnur Oddsson aðstoðarforstjóri Nýherja.Fréttablaðið/GVAJón Stephenson von Tetzchner fjárfestir og stofnandi Opera Software var meðal gesta á fjárfestadegi Startup Reykjavik.Fréttablaðið/GVABrynjólfur Helgason, Björn Leifsson, Kolbrún Jónsdóttir, og Hafdís Jónsdóttir, líta upp fyrir ljósmyndara í Arion banka í gær.Fréttablaðið/GVAFeðgarnir Erlendur Hjaltason og Hjalti Geir Kristjánsson ræða við Finn Sveinbjörnsson á Startup Reykjavik Investor Day í höfuðstöðvum Arion banka í Borgartúni í gær.Fréttablaðið/GVA Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Tíu sprotafyrirtæki kynntu hugmyndir sínar á fjárfestadegi Startup Reykjavík í Arion banka í gærmorgun. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fjallaði í opnunarávarpi sínu um það hvernig ný tækni hafi jafnað tækifæri til nýsköpunar á heimsvísu. „Nú gilda engar afsakanir lengur. Sköpunarkrafturinn sem okkur hefur verið gefinn er á nýjum leikvelli,“ sagði hann. Núna væri yngsta kynslóðin á heimavelli í nýsköpun og til hennar væri vert að horfa. Gróska innan tækniframfara hafi raskað hefðbundnum valdahlutföllum og ungt fólk fengið trú og fullvissu um að það geti verið þátttakendur í hugmyndasköpun og nýbreytni á heimsvísu. Aðalfyrirlesari á fjárfestadeginum var Jonathan Ortmans, forseti Global Entrepreneurship Week. Hann talaði einnig um breytta tíma þegar úr grasi vaxi kynslóðir sem deili gildum þvert á landamæri og vinni saman að nýsköpun um heim allan. Hann benti á að öll ný störf sem orðið hafi til í Bandaríkjunum síðustu ár hafi komið frá fyrirtækjum fimm ára og yngri. Þjóðir heims átti sig því á því í auknum mæli hversu miklu skipti fyrir framþróun og hagvöxt að styðja við sprotafyrirtæki.Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri Klaks Innovit og Höskuldur Ólafsson, forstjóri Arion banka.Fréttablaðið/GVAStartup Reykjavik er samstarfsverkefni Arion banka, Klaks og Innovit. Valin eru tíu viðskiptateymi sem meðal annars fá tvær milljónir í hlutafé frá Arion banka gegn 6 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu. Þá fá þau tíu vikna þjálfun, aðsetur í húsnæði við Borgartún í Reykjavík, aðgang að tengslaneti Global Accelerator Network og kynna svo að lokum verkefni sín fyrir fjárfestum.Sprotafyrirtækin sem kynntu verkefni sín í gær:SAReye kynnti aðgerðar og krísustjórnunarkerfi fyrir viðbragðsaðila og stærri fyrirtæki.Activity Stream greinir gagnlegar upplýsingar úr viðskiptahugbúnaði fyrirtækja.Snjohus Software hannar hugbúnað fyrir snallsíma, þar á meðal einkaþjálfaraappið Vfit.Herberia þróar og skráir jurtalyf á Evrópumarkað.Þoran Distillery hyggur á framleiðslu maltviskís á Íslandi.Silverberg býr til mælingarbúnað fyrir líkamsræktarstöðvar og hugbúnað fyrir notendur.Golf Pro Assistant er vefhugbúnaður fyrir golfkennara og nemendur.SeeMee ef vefviðmót fyrir atvinnuumsóknir með myndskeiðum og öðrum gögnum.Y-Z hannar og selur kvenfatnað sem hægt er að breyta eftir aðstæðum.Zalibuna hyggur á sleðaferðir niður Kambana með veitinga- og minjagripasölu.Frekari upplýsingar um verkefnin er að finna á vef Startup Reykjavik.Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands ávarpaði gesti í upphafi fjárfestadags Startup Reykjavik í gærmorgun.Fréttablaðið/GVAÞórður Sverrisson forstjóri Nýherja og Arnar Þórisson hjá Íslenskri fjárfestingu stinga saman nefjum.Fréttablaðið/GVAPáll Harðarson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland (Kauphallar Íslands) og Finnur Oddsson aðstoðarforstjóri Nýherja.Fréttablaðið/GVAJón Stephenson von Tetzchner fjárfestir og stofnandi Opera Software var meðal gesta á fjárfestadegi Startup Reykjavik.Fréttablaðið/GVABrynjólfur Helgason, Björn Leifsson, Kolbrún Jónsdóttir, og Hafdís Jónsdóttir, líta upp fyrir ljósmyndara í Arion banka í gær.Fréttablaðið/GVAFeðgarnir Erlendur Hjaltason og Hjalti Geir Kristjánsson ræða við Finn Sveinbjörnsson á Startup Reykjavik Investor Day í höfuðstöðvum Arion banka í Borgartúni í gær.Fréttablaðið/GVA
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira