Reikna með minnkandi verðbólgu og óbreyttum vöxtum 17. maí 2013 08:11 Þeir sem starfa á fjármálamarkaðinum reikna með því að verðbólgan fari minnkandi það sem eftir er ársins og að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum sínum óbreyttum fram yfir næstu áramót. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Seðlabanki Íslands gerði um væntingar markaðsaðila til ýmissa hagstærða, svo sem verðbólgu og vaxta. Leitað var til 36 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, þ.e. banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar. Svör fengust frá 25 aðilum og var svarhlutfallið því 69%, að því er segir á vefsíðu bankans. „Niðurstöður könnunarinnar í maí sýna að væntingar markaðsaðila um ársverðbólgu hafa lækkað frá síðustu könnun sem framkvæmd var í lok janúar sl. Miðað við miðgildi svara í könnuninni vænta markaðsaðilar þess að ársverðbólga verði að meðaltali um 3,5% á öðrum ársfjórðungi þessa árs og 3,7% á þeim þriðja, sem er um 0,6-0,7 prósentum minni verðbólga en þeir gerðu ráð fyrir í síðustu könnun bankans,“ segir á vefsíðunni. „Niðurstöður sýna einnig að markaðsaðilar vænta þess að ársverðbólga verði 4% bæði eftir eitt og tvö ár, sem er um ½ prósentu lækkun frá síðustu könnun. Þeir gera jafnframt ráð fyrir að ársverðbólgan verði að meðaltali 4,2% á næstu fimm árum og 4% á næstu tíu árum, sem er 0,3 og 0,4 prósentum minni verðbólga en þeir gerðu ráð fyrir í janúar. Markaðsaðilar vænta þess að gengi krónu gagnvart evru verði 163 krónur eftir eitt ár en það er lækkun á gengi evrunnar um 12 krónur frá janúarkönnuninni."Óbreyttir vextir Ennfremur segir að miðað við miðgildi svara í könnuninni vænta markaðsaðilar þess að veðlánavextir Seðlabankans haldist óbreyttir í 6% til loka þessa árs en að vextirnir hækki um 0,25 prósentur á fyrsta fjórðungi 2014 og verði þá 6,25%. Það eru 0,25 prósentum lægri vextir en þeir gerðu ráð fyrir í síðustu könnun bankans. Rúmlega helmingur markaðsaðila álitu taumhald peningastefnunnar vera hæfilegt þegar könnunin var framkvæmd en rúmlega þriðjungur taldi taumhaldið vera þétt. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Þeir sem starfa á fjármálamarkaðinum reikna með því að verðbólgan fari minnkandi það sem eftir er ársins og að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum sínum óbreyttum fram yfir næstu áramót. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Seðlabanki Íslands gerði um væntingar markaðsaðila til ýmissa hagstærða, svo sem verðbólgu og vaxta. Leitað var til 36 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, þ.e. banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar. Svör fengust frá 25 aðilum og var svarhlutfallið því 69%, að því er segir á vefsíðu bankans. „Niðurstöður könnunarinnar í maí sýna að væntingar markaðsaðila um ársverðbólgu hafa lækkað frá síðustu könnun sem framkvæmd var í lok janúar sl. Miðað við miðgildi svara í könnuninni vænta markaðsaðilar þess að ársverðbólga verði að meðaltali um 3,5% á öðrum ársfjórðungi þessa árs og 3,7% á þeim þriðja, sem er um 0,6-0,7 prósentum minni verðbólga en þeir gerðu ráð fyrir í síðustu könnun bankans,“ segir á vefsíðunni. „Niðurstöður sýna einnig að markaðsaðilar vænta þess að ársverðbólga verði 4% bæði eftir eitt og tvö ár, sem er um ½ prósentu lækkun frá síðustu könnun. Þeir gera jafnframt ráð fyrir að ársverðbólgan verði að meðaltali 4,2% á næstu fimm árum og 4% á næstu tíu árum, sem er 0,3 og 0,4 prósentum minni verðbólga en þeir gerðu ráð fyrir í janúar. Markaðsaðilar vænta þess að gengi krónu gagnvart evru verði 163 krónur eftir eitt ár en það er lækkun á gengi evrunnar um 12 krónur frá janúarkönnuninni."Óbreyttir vextir Ennfremur segir að miðað við miðgildi svara í könnuninni vænta markaðsaðilar þess að veðlánavextir Seðlabankans haldist óbreyttir í 6% til loka þessa árs en að vextirnir hækki um 0,25 prósentur á fyrsta fjórðungi 2014 og verði þá 6,25%. Það eru 0,25 prósentum lægri vextir en þeir gerðu ráð fyrir í síðustu könnun bankans. Rúmlega helmingur markaðsaðila álitu taumhald peningastefnunnar vera hæfilegt þegar könnunin var framkvæmd en rúmlega þriðjungur taldi taumhaldið vera þétt.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira