Viðskipti innlent

Marel fagnar 30 ára afmæli sínu

Árni Oddur Þórisson stjórnarformaður og Theo Hoen forstjóri Marels.
Árni Oddur Þórisson stjórnarformaður og Theo Hoen forstjóri Marels.

Marel hf. fagnar 30 ára afmæli sínu um þessar mundir. Marel er stærsta almenningshlutafélag landsins og það félag sem lengst hefur verið á íslenska hlutabréfamarkaðnum.

Í tilkynningu segir að Marel hafi vaxið ótrúlega frá stofnun fyrirtækisins árið 1983 en fyrstu skrefin voru tekin árið 1977. Upphafið má rekja til rannsóknarverkefnis við Háskóla Íslands, þar sem kannaðir voru möguleikar á að nýta rafeindatækni við vigtun og skráningu í sjávarútvegi.

Í upphafi voru aðeins örfáir starfsmenn sem lögðu krafta sína í að gera þessa hugmynd að veruleika en í dag eru starfsmenn Marel ríflega 4.000 um heim allan.

Marel er í dag markaðsleiðtogi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum  til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Tekjur félagsins árið 1983 voru rúmar 6 milljónir króna en á síðasta ári ríflega 112 milljarðar kr. Þar af myndast 99% af veltu utan Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×