Viðskipti innlent

Bleikjueldið vex hjá Þingeyingum

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Haukamýri má nú framleiða mun meira af bleikju en áður.
Haukamýri má nú framleiða mun meira af bleikju en áður.
Umhverfisstofnun veitti fyrirtækinu Haukamýri í Norðurþingi starfsleyfi fyrir 450 tonna bleikjueldi í gær. Nú þegar framleiðir fyrirtækið 200 tonn árlega. Nær öll framleiðslan er til útflutnings.

Ein athugasemd barst við afgreiðslu málsins. Varðaði hún vatnsnýtingu og var henni komið á framfæri við Orkustofnun. Starfsleyfið gildir til ársins 2029. Fiskeldið Haukamýri var stofnað árið 1996 af Jóhanni Geirssyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×