Viðskipti innlent

Bensínlítrinn hækkar um fjórar krónur

Gissur Sigurðsson skrifar
Skeljungur hækkaði bensínlítrann í 253,4 krónur í morgun.
Skeljungur hækkaði bensínlítrann í 253,4 krónur í morgun. Mynd/Arnþór
Olíufélögin hækkuðu verð á olíu og bensíni í morgun, hvora tegund um fjórar krónur á lítrann. Bensínlítrinn er aftur kominn yfir 250 króna markið, eða í 251,10 og dísillítrinn er kominn hátt í 249 krónur. Hjá Skeljungi kostar bensínlítrinn 253,4 krónur.

Hækkunin lá í loftinu, með hliðsjón af lækkandi gengi krónunnar gagnvart dollar, en þessi viðskipti eru gerð í dollurum.

Þá hefur heimsmarkaðsverð einnig farið hækkandi, eins og jafnann í júlí, þegar sumarleyfaumferð er í hámarki á Vesturlöndum, einkum í þriðju viku mánaðarins. Við það bætist núna hækkun vegna ótryggs ástands í Egyptalandi.

Þegar allar þessar kennitölur eru bornar saman , virðast olíufélögin aðeins hafa dregið úr álagningunni en þau hafa legið undir ámæli, einkum Félags  íslenskra bifreiðaeigenda, fyrir að hafa hægt og sígandi verið að hækka bensínverð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×