Hagnaður eykst hjá 365 miðlum 4. júlí 2013 19:18 Félagið skilaði hagnaði þriðja árið í röð. BIG Samkvæmt ársreikningi 365 miðla ehf. jókst hagnaður félagsins um 22% á milli ára, eða 305 m.kr. fyrir árið 2012. Heildarvelta félagsins 9.227 m.kr. og EBITDA hagnaður nam 1.088 m.kr. Afskriftir og fjármagnsliðir námu 699 m.kr. á árinu og hagnaður ársins eftir skatta var 305 m.kr. Árið áður nam EBITDA hagnaður 812 m.kr. og hagnaður ársins eftir skatta nam 250 m.kr. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá 365. Fjárhagsstaða félagsins hélt áfram að styrkjast á árinu 2012 en lán eru í niðurgreiðsluferli og skuldir lækka jafnt og þétt. Það sem af er þessu ári hafa langtímaskuldir lækkað um 375 m.kr. Fjármagnskostnaður félagsins fer lækkandi samhliða lækkun skulda. Þá er lausafjárstaða félagsins traust sem og eiginfjárstaða þess. Gert er ráð fyrir að vaxtaberandi skuldir félagsins muni í árslok 2013 nema sem svarar rekstrarhagnaði (EBITDA) í tvö og hálft ár. Félagið hefur nýlega samið við viðskiptabanka sinn um endurfjármögnun langtímalána. Þau eru nú í 8 ára greiðsluferli, sem léttir verulega á greiðslubyrði félagsins. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla segir rekstur ársins 2012 hafa verið ásættanlegan. „Rekstur ársins 2012 var ásættanlegur og þriðja árið í röð sem félagið skilar hagnaði sem telja má viðunandi í ljósi efnahagsumhverfisins. Stöðugt er unnið að ráðstöfunum til að bæta afkomu félagsins. Þar má nefna endursamninga um sjónvarpsefni og önnur aðföng, einföldun á rekstri og sameiningu reksturs félagsins á einn stað. Ennfremur t.d. sameiningu fréttastofa félagsins í eina öfluga einingu. Í tengslum við flutning allrar starfsemi í Skaftahlíð 24 hefur félagið endurnýjað sjónvarpsútsendingu og háskerpuvætt (HD) útsendingar. Þá er lögð áhersla á að efla enn frekar innlenda dagskrárgerð en þar hefur Stöð 2 verið í fararbroddi. Samningar um mikilvægt dagskrárefni standa mjög vel. Náðst hefur að endurnýja samninga við þá erlendu birgja sem félagið telur mikilvægasta í almennu sjónvarpsefni, og einnig eru mikilvægustu samningar um íþróttaefni tryggir til næstu ára. Má nefna að nýlega hefur verið gengið frá sýningarrétti að enska boltanum til 2016, sem tryggir Stöð 2 Sport 2 rétt til að sýna alla leiki í beinni útsendingu." Þá hefur félagið sótt fram hvað varðar ýmis tæknimál. „365 Miðlar hafa síðasta ár náð að byggja upp öfluga einingu innan fyrirtækisins sem er Fjarskipta- og tæknisvið, sem stýrir nýjum áherslum félagsins í fjarskiptaþjónustu og sífellt þróaðri tæknilegri hlið á þjónustuframboði félagsins. Í haust verða kynntar spennandi nýjungar undir hatti sjónvarps framtíðarinnar sem bæta þjónustu og auka hagkvæmni fyrir viðskiptavini. Tengt þessu og framtíðarsýn félagsins um framtíð stafrænnar dreifingar allra fjölmiðla sóttist félagið eftir 4G tíðnisviði til fjarskiptaþjónustu og festi sér stóran hluta 4G tíðninnar. Markaðurinn hefur tekið vel á móti nýjum smáforritum (App) sem kynnt hafa verið fyrir sjónvarpið, útvarpið og Fréttablaðið. Um 70.000 eintökum af þessum forritum hefur þegar verið hlaðið niður. Þá hefur félagið keypt miði.is sem er helsta fyrirtækið á markaðnum í sölu aðgöngumiða og viðburða á netinu. Félagið hefur þannig styrkt innviði sína og lagt drög að sókn á nýjum sviðum samhliða sterkri stöðu á hefðbundnum starfsvettvangi félagsins,“ segir Ari Edwald. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Samkvæmt ársreikningi 365 miðla ehf. jókst hagnaður félagsins um 22% á milli ára, eða 305 m.kr. fyrir árið 2012. Heildarvelta félagsins 9.227 m.kr. og EBITDA hagnaður nam 1.088 m.kr. Afskriftir og fjármagnsliðir námu 699 m.kr. á árinu og hagnaður ársins eftir skatta var 305 m.kr. Árið áður nam EBITDA hagnaður 812 m.kr. og hagnaður ársins eftir skatta nam 250 m.kr. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá 365. Fjárhagsstaða félagsins hélt áfram að styrkjast á árinu 2012 en lán eru í niðurgreiðsluferli og skuldir lækka jafnt og þétt. Það sem af er þessu ári hafa langtímaskuldir lækkað um 375 m.kr. Fjármagnskostnaður félagsins fer lækkandi samhliða lækkun skulda. Þá er lausafjárstaða félagsins traust sem og eiginfjárstaða þess. Gert er ráð fyrir að vaxtaberandi skuldir félagsins muni í árslok 2013 nema sem svarar rekstrarhagnaði (EBITDA) í tvö og hálft ár. Félagið hefur nýlega samið við viðskiptabanka sinn um endurfjármögnun langtímalána. Þau eru nú í 8 ára greiðsluferli, sem léttir verulega á greiðslubyrði félagsins. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla segir rekstur ársins 2012 hafa verið ásættanlegan. „Rekstur ársins 2012 var ásættanlegur og þriðja árið í röð sem félagið skilar hagnaði sem telja má viðunandi í ljósi efnahagsumhverfisins. Stöðugt er unnið að ráðstöfunum til að bæta afkomu félagsins. Þar má nefna endursamninga um sjónvarpsefni og önnur aðföng, einföldun á rekstri og sameiningu reksturs félagsins á einn stað. Ennfremur t.d. sameiningu fréttastofa félagsins í eina öfluga einingu. Í tengslum við flutning allrar starfsemi í Skaftahlíð 24 hefur félagið endurnýjað sjónvarpsútsendingu og háskerpuvætt (HD) útsendingar. Þá er lögð áhersla á að efla enn frekar innlenda dagskrárgerð en þar hefur Stöð 2 verið í fararbroddi. Samningar um mikilvægt dagskrárefni standa mjög vel. Náðst hefur að endurnýja samninga við þá erlendu birgja sem félagið telur mikilvægasta í almennu sjónvarpsefni, og einnig eru mikilvægustu samningar um íþróttaefni tryggir til næstu ára. Má nefna að nýlega hefur verið gengið frá sýningarrétti að enska boltanum til 2016, sem tryggir Stöð 2 Sport 2 rétt til að sýna alla leiki í beinni útsendingu." Þá hefur félagið sótt fram hvað varðar ýmis tæknimál. „365 Miðlar hafa síðasta ár náð að byggja upp öfluga einingu innan fyrirtækisins sem er Fjarskipta- og tæknisvið, sem stýrir nýjum áherslum félagsins í fjarskiptaþjónustu og sífellt þróaðri tæknilegri hlið á þjónustuframboði félagsins. Í haust verða kynntar spennandi nýjungar undir hatti sjónvarps framtíðarinnar sem bæta þjónustu og auka hagkvæmni fyrir viðskiptavini. Tengt þessu og framtíðarsýn félagsins um framtíð stafrænnar dreifingar allra fjölmiðla sóttist félagið eftir 4G tíðnisviði til fjarskiptaþjónustu og festi sér stóran hluta 4G tíðninnar. Markaðurinn hefur tekið vel á móti nýjum smáforritum (App) sem kynnt hafa verið fyrir sjónvarpið, útvarpið og Fréttablaðið. Um 70.000 eintökum af þessum forritum hefur þegar verið hlaðið niður. Þá hefur félagið keypt miði.is sem er helsta fyrirtækið á markaðnum í sölu aðgöngumiða og viðburða á netinu. Félagið hefur þannig styrkt innviði sína og lagt drög að sókn á nýjum sviðum samhliða sterkri stöðu á hefðbundnum starfsvettvangi félagsins,“ segir Ari Edwald.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent