Viðskipti innlent

360° myndir af helstu ferðamannaperlum landsins

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Geysir.
Geysir.
PlanIceland.com, ferðavefur á vegum Já, hefur birt 360° myndir af nokkrum helstu ferðamannaperlum Íslands.

Myndatökurnar hófust í sumar og eru tólf náttúruperlur aðgengilegar í 360° sjónarhorni á vefnum og er upplifunin fyrir erlenda ferðamenn sögð verða mun raunverulegri en þegar venjulegar ljósmyndir eru skoðaðar.

Segir í tilkynningu að 360° myndirnar séu aðgengilegar í snjallsímum og spjaldtölvum og upplifunin komi til með að vera enn raunverulegri í slíkum tækjum þar sem hægt er að hreyfa myndina með því að halla tækinu.

Seljalandsfoss.
Dynjandi.
Jökulsárlón.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×