Högnuðust um 837 milljónir á fyrsta fjórðungi 28. júní 2013 14:30 Hagar samþykktu árshlutarekning fyrir fyrsta ársfjórðung á stjórnarfundi í dag en í tilkynningu kemur fram að fyrirtækið hafi hagnast um 837 milljónir króna á fyrsta fjórðungi. Vörusalan var rétt rúmir átján milljarðar. Eigið fé félagsins nam níu og hálfum milljarði. Hér eru helstu upplýsingar: Hagnaður tímabilsins nam 837 millj. kr. eða 4,6% af veltu. Vörusala tímabilsins nam 18.379 millj. kr. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 1.336 millj. kr. Heildareignir samstæðunnar námu 26.274 millj. kr. í lok tímabilsins. Handbært fé félagsins nam 3.144 millj. kr. í lok tímabilsins. Eigið fé félagsins nam 9.568 millj. kr. í lok tímabilsins. Eiginfjárhlutfall var 36,4% í lok tímabilsins. Vörusala tímabilsins nam 18.379 milljónum króna, samanborið við 17.364 milljónir króna árið áður. Söluaukning félagsins er 5,8%. Hækkun 12 mánaða meðaltals vísitölu neysluverðs milli rekstrarára var 4,23%. Afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam 1.336 milljónum króna, samanborið við 1.137 milljónir króna árið áður. EBITDA framlegð var 7,3%, samanborið við 6,5% árið áður. Framlegð félagsins er 4.447 milljónir króna, samanborið við 4.185 milljónir króna árið áður eða 24,2% samanborið við 24,1%. Launakostnaður hækkar um 1,8% milli ára en ef tekið er tillit til einskiptisliðar á fyrra ári hækka laun um 5% milli ára. Annar rekstrarkostnaður hækkar um 2,8% milli ára. Kostnaðarhlutfallið í heild lækkar úr 17,7% (17,4% ef tekið er tillit til einskiptisliðar) í 17,1% milli ára. Hagnaður rekstrarársins fyrir skatta nam 1.046 milljónum króna, samanborið við 797 milljónir króna árið áður. Hagnaður eftir skatta nam 837 milljónum króna á tímabilinu, sem jafngildir um 4,6% af veltu. Hagnaður eftir skatta á fyrra ári var 628 milljónir. Heildareignir samstæðunnar í lok tímabilsins námu 26.274 milljónum króna. Fastafjármunir voru 12.809 milljónir króna og veltufjármunir 13.465 milljónir króna. Þar af eru birgðir 5.567 milljónir króna en birgðir hafa aukist um 9,2% frá lokum síðasta rekstrarárs. Birgðir á sama tíma í fyrra námu 4.953 milljónum króna. Eigið fé félagsins var 9.568 milljónir króna í lok tímabilsins og eiginfjárhlutfall 36,4%. Heildarskuldir samstæðunnar voru 16.706 milljónir króna, þar af voru langtímaskuldir 8.490 milljónir króna. Í lok maí voru 500 milljónir króna greiddar inn á langtímalán félagsins, umfram lánssamning. Nettó vaxtaberandi skuldir félagsins í lok tímabilsins voru 5.143 milljónir króna. Handbært fé frá rekstri á tímabilinu nam 948 milljónum króna, samanborið við 1.347 milljónir króna á fyrra ári. Fjárfestingarhreyfingar tímabilsins voru 93 milljónir króna og fjármögnunarhreyfingar 658 milljónir króna. Handbært fé í lok tímabilsins var 3.144 milljónir króna, samanborið við 2.773 milljónir króna árið áður. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Hagar samþykktu árshlutarekning fyrir fyrsta ársfjórðung á stjórnarfundi í dag en í tilkynningu kemur fram að fyrirtækið hafi hagnast um 837 milljónir króna á fyrsta fjórðungi. Vörusalan var rétt rúmir átján milljarðar. Eigið fé félagsins nam níu og hálfum milljarði. Hér eru helstu upplýsingar: Hagnaður tímabilsins nam 837 millj. kr. eða 4,6% af veltu. Vörusala tímabilsins nam 18.379 millj. kr. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 1.336 millj. kr. Heildareignir samstæðunnar námu 26.274 millj. kr. í lok tímabilsins. Handbært fé félagsins nam 3.144 millj. kr. í lok tímabilsins. Eigið fé félagsins nam 9.568 millj. kr. í lok tímabilsins. Eiginfjárhlutfall var 36,4% í lok tímabilsins. Vörusala tímabilsins nam 18.379 milljónum króna, samanborið við 17.364 milljónir króna árið áður. Söluaukning félagsins er 5,8%. Hækkun 12 mánaða meðaltals vísitölu neysluverðs milli rekstrarára var 4,23%. Afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam 1.336 milljónum króna, samanborið við 1.137 milljónir króna árið áður. EBITDA framlegð var 7,3%, samanborið við 6,5% árið áður. Framlegð félagsins er 4.447 milljónir króna, samanborið við 4.185 milljónir króna árið áður eða 24,2% samanborið við 24,1%. Launakostnaður hækkar um 1,8% milli ára en ef tekið er tillit til einskiptisliðar á fyrra ári hækka laun um 5% milli ára. Annar rekstrarkostnaður hækkar um 2,8% milli ára. Kostnaðarhlutfallið í heild lækkar úr 17,7% (17,4% ef tekið er tillit til einskiptisliðar) í 17,1% milli ára. Hagnaður rekstrarársins fyrir skatta nam 1.046 milljónum króna, samanborið við 797 milljónir króna árið áður. Hagnaður eftir skatta nam 837 milljónum króna á tímabilinu, sem jafngildir um 4,6% af veltu. Hagnaður eftir skatta á fyrra ári var 628 milljónir. Heildareignir samstæðunnar í lok tímabilsins námu 26.274 milljónum króna. Fastafjármunir voru 12.809 milljónir króna og veltufjármunir 13.465 milljónir króna. Þar af eru birgðir 5.567 milljónir króna en birgðir hafa aukist um 9,2% frá lokum síðasta rekstrarárs. Birgðir á sama tíma í fyrra námu 4.953 milljónum króna. Eigið fé félagsins var 9.568 milljónir króna í lok tímabilsins og eiginfjárhlutfall 36,4%. Heildarskuldir samstæðunnar voru 16.706 milljónir króna, þar af voru langtímaskuldir 8.490 milljónir króna. Í lok maí voru 500 milljónir króna greiddar inn á langtímalán félagsins, umfram lánssamning. Nettó vaxtaberandi skuldir félagsins í lok tímabilsins voru 5.143 milljónir króna. Handbært fé frá rekstri á tímabilinu nam 948 milljónum króna, samanborið við 1.347 milljónir króna á fyrra ári. Fjárfestingarhreyfingar tímabilsins voru 93 milljónir króna og fjármögnunarhreyfingar 658 milljónir króna. Handbært fé í lok tímabilsins var 3.144 milljónir króna, samanborið við 2.773 milljónir króna árið áður.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira