Viðskipti innlent

Valitor sagði upp sex starfsmönnum

Ingveldur Geirsdóttir skrifar
Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor.
Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor.

Kortafyrirtækið Valitor sagði upp sex starfsmönnum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Viðari Þorkelssyni, forstjóra fyrirtækisins, er um að ræða hagræðingaðgerðir sem þurfti að grípa til vegna þess að tekjur fyrirtækisins hafa dregist saman. Sérstaklega tekjur erlendis.

Viðar segir uppsagnirnar og hagræðingaraðgerðir ekki tengjast 500 milljóna króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á fyrirtækið. Hann segir jafnframt að frekari hagræðingaðgerðir séu ekki áformaðar í fyrirtækinu. Starfsmennirnir koma úr ýmsum deildum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×