Lífið

Ljótasti hundur í heimi dáinn

Hundurinn Elwood er dáinn átta ára að aldri en hann var krýndur ljótasti hundur í heimi árið 2007.

Eigandi hans, Karen Quigley, segir að hann hafi dáið fyrirvaralaust að morgni þakkargjörðarhátíðarinnar. 

Elwood var oft kallaður Yoda og E.T. af aðdáendum sínum þar sem hann líktist karakterunum mjög. Karen bjargaði Elwood frá hundaræktanda árið 2005 þegar hann var níu mánaða gamall en ræktandinn ætlaði að svæfa hvutann því hann þótti of ljótur.

Eftir að Elwood var krýndur ljótasti hundur í heimi eignaðist hann dyggan aðdáendahóp. Hann kom fram á meira en tvö hundruð viðburðum og safnaði mörg hundruð þúsund dollurum fyrir ýmis konar samtök sem bjarga dýrum.

Karen skrifaði barnabókina Everyone Loves Elwood en hundurinn veitti henni innblástur. Markmið bókarinnar var að miðla þeim boðskap að það sé í lagi að vera öðruvísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.