Viðskipti innlent

Rauðar og grænar tölur í kauphöllinni

Magnús Halldórsson skrifar
Rauðar tölur, sem einkenna lækkun, og grænar tölur, sem einkenna hækkun, sáust í lok dags í dag þegar lokað var fyrir viðskipti í Kauphöll Íslands. Gengi bréf í Vodafone lækkaði mest, eða um 1,34 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 33,2.

Gengi bréfa Eimskipafélagsins, Haga og Regins lækkuðu lítið eitt, eða innan við eitt prósent.

Gengi bréfa Bank Nordik hækkaði um 2,9 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 106. Gengi Icelandair, Marels og Össurar hækkaði lítillega eða innan við eitt prósent.

Sjá má ítarlegar upplýsingar um gang mála á íslenska markaðnum hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×