Viðskipti innlent

Eskja vígir nýja fiskimjölsverksmiðju

Þann 1.júní s.l vígði Eskja hf. nýja fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins.  Var öllum íbúum Austurlands boðið að heimsækja verksmiðjuna og komu yfir 600 manns í vígsluhátíð félagsins.

Í tilkynningu segir að Eskja á Eskifirði hefur á síðastliðnu ári staðið í mikilli endurbyggingu á fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins.  Stendur þar hæst að nú er að fullu búið að rafvæða verksmiðjuna og jarðefnaeldsneyti einungis notað sem varaafl.  Einnig var nýr skorsteinn reistur, hreinsivirki fyrir útblástur, verksmiðjuhúsið endurbyggt og nýtt starfsmannahús reist.

Með þessum framkvæmdum er fiskimjölsverksmiðja Eskju ein sú umhverfisvænsta og fullkomnasta í N - Evrópu ásamt því að aðstaða starfsfólks uppfyllir allar nútímakröfur um aðbúnað og þægindi.   Með þessum framkvæmdum er Eskja að ganga lengra í að mæta kröfum kaupenda um sjálfbærni og er þessi fjárfesting enn eitt skrefið í að auka gæði á afurðum félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×