Viðskipti innlent

Gengi Össurar lækkar meira hér en í Kaupmannahöfn

Gengi hlutabréfa í Össuri hf. hefur lækkað um 4,6% í Kauphöllinni það sem af er deginum. Hinsvegar hefur gengið aðeins lækkað um 1,26% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn á sama tíma.

Þessar ólíku lækkanir hafa gert það að verkum að ekki munar miklu á gengi hlutanna mælt í íslenskum krónum. Þannig er gengi á hlut í Kauphöllinni 166,5 kr. í þessum skrifuðu orðum en í Kaupmannahöfn er gengið 168,7 kr. (7,85 dkr.).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×