Fréttaskýring: Erlendir ferðamenn á bak við hagvöxtinn Friðrik Indriðason skrifar 12. júní 2013 07:00 Ferðamenn hafa ekki lágið rigningu undanfarinna daga stöðva sig í kynnisferðum, líkt og glögglega mátti sjá á Skólavörðustíg fyrir helgi. Fréttablaðið/GVA Leiða má að því líkum að fjölgun erlendra ferðamanna á fyrstu þremur mánuðum ársins í ár hafi verið stærsti einstaki þátturinn sem olli því að hagvöxtur mældist jákvæður um 0,8 prósent. Raunar má reikna með að hagvöxturinn hefði orðið neikvæður ef aukning ferðamanna hefði ekki komið til. Eins og komið hefur fram í fréttum hefur orðið gífurleg aukning á komu ferðamanna til landsins yfir vetrarmánuðina. Í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka, sem byggir á tölum frá Ferðamálastofu, var bent á að ferðmönnum hafi fjölgað um 51 þúsund á fyrstu fimm mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Í tölum Seðlabankans um greiðslumiðlun kemur fram að á fyrstu þremur mánuðum ársins hafi kortavelta erlendra ferðamanna aukist um rúma 4,3 milljarða króna miðað við sama tíma í fyrra. Þannig nam veltan samtals 14,3 milljörðum í ár miðað við 10 milljarða í fyrra. Hægt er að sjá með því að bera fjölda ferðamanna saman við þessar tölur að gróflega eyddi hver ferðamaður ríflega 100 þúsund krónum að meðaltali eftir að hann var kominn til landsins. Hvað hagvöxt varðar var heildarlandsframleiðsla á fyrsta ársfjórðungi rúmlega 431 milljarður króna. Á sama tímabili var kortavelta ferðamanna um 4,3 milljörðum króna meiri en í fyrra. Ef þessi aukning hefði ekki komið til hefði mælst um 0,2 prósenta neikvæður hagvöxtur í upphafi ársins. Þetta rímar við það sem bæði greining Arion banka og hagfræðideild Landsbankans bentu á í umfjöllunum sínum um síðustu hagvaxtarmælingu, að þjónustuútflutningur (það er ferðamenn og samgöngur) hefði staðið að baki hagvextinum. Þannig segir í Markaðspunktum Arion banka um hagvaxtarmælinguna að útflutningur hafi aukist um 2,3 prósent milli ára, en það er nánast eingöngu myndarlegur vöxtur þjónustuútflutnings eða 8,5 prósent sem skýrir þann vöxt. Í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans var tekið fram að frá árinu 1990 væri þetta í fyrsta sinn sem þjónustujöfnuður væri jákvæður á fyrsta fjórðungi, en ársfjórðungslegar tölur um þjónustujöfnuð ná einungis aftur til þess tíma. „Aukin þjónustuútflutningur á fyrstu 3 mánuðum ársins nú rímar við mikla aukningu í komum erlendra ferðamanna um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á tímabilinu,“ segir í Hagsjánni. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Leiða má að því líkum að fjölgun erlendra ferðamanna á fyrstu þremur mánuðum ársins í ár hafi verið stærsti einstaki þátturinn sem olli því að hagvöxtur mældist jákvæður um 0,8 prósent. Raunar má reikna með að hagvöxturinn hefði orðið neikvæður ef aukning ferðamanna hefði ekki komið til. Eins og komið hefur fram í fréttum hefur orðið gífurleg aukning á komu ferðamanna til landsins yfir vetrarmánuðina. Í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka, sem byggir á tölum frá Ferðamálastofu, var bent á að ferðmönnum hafi fjölgað um 51 þúsund á fyrstu fimm mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Í tölum Seðlabankans um greiðslumiðlun kemur fram að á fyrstu þremur mánuðum ársins hafi kortavelta erlendra ferðamanna aukist um rúma 4,3 milljarða króna miðað við sama tíma í fyrra. Þannig nam veltan samtals 14,3 milljörðum í ár miðað við 10 milljarða í fyrra. Hægt er að sjá með því að bera fjölda ferðamanna saman við þessar tölur að gróflega eyddi hver ferðamaður ríflega 100 þúsund krónum að meðaltali eftir að hann var kominn til landsins. Hvað hagvöxt varðar var heildarlandsframleiðsla á fyrsta ársfjórðungi rúmlega 431 milljarður króna. Á sama tímabili var kortavelta ferðamanna um 4,3 milljörðum króna meiri en í fyrra. Ef þessi aukning hefði ekki komið til hefði mælst um 0,2 prósenta neikvæður hagvöxtur í upphafi ársins. Þetta rímar við það sem bæði greining Arion banka og hagfræðideild Landsbankans bentu á í umfjöllunum sínum um síðustu hagvaxtarmælingu, að þjónustuútflutningur (það er ferðamenn og samgöngur) hefði staðið að baki hagvextinum. Þannig segir í Markaðspunktum Arion banka um hagvaxtarmælinguna að útflutningur hafi aukist um 2,3 prósent milli ára, en það er nánast eingöngu myndarlegur vöxtur þjónustuútflutnings eða 8,5 prósent sem skýrir þann vöxt. Í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans var tekið fram að frá árinu 1990 væri þetta í fyrsta sinn sem þjónustujöfnuður væri jákvæður á fyrsta fjórðungi, en ársfjórðungslegar tölur um þjónustujöfnuð ná einungis aftur til þess tíma. „Aukin þjónustuútflutningur á fyrstu 3 mánuðum ársins nú rímar við mikla aukningu í komum erlendra ferðamanna um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á tímabilinu,“ segir í Hagsjánni.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira