Viðskipti innlent

Snjallgreiðslur Handpoint komnar á íslenska markaðinn

Snjallgreiðslur Handpoint er glæný, einföld og ódýr greiðslulausn sem veitir einyrkjum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum möguleika á að taka á móti kortagreiðslum án þess að greiða mánaðargjöld, líkt og nú tíðkast með hefðbundnum posum.

Í tilkynningu segir að lausnin samanstandi af ókeypis Handpoint appi, snjallsíma eða spjaldtölvu og Handpoint snjallposanum, sem er greiðslukortalesari.

„Snjallgreiðslur virka þannig að þegar vara eða þjónusta er seld slær söluaðili inn upphæðina á eigin snjallsíma og réttir viðskiptavininum snjallposann sem stingur korti í og slær inn pinnið. Posinn les kortið og flytur greiðsluna með öruggum hætti í greiðslumiðlunarkerfi Handpoint. Kvittun er síðan send í tölvupósti eða með smáskilaboðum til viðskiptavinar og einföldu greiðsluferli er lokið“, segir Davíð Guðjónsson, framkvæmdastjóri Handpoint í tilkynningunni.

„Snjallgreiðslur eru hannaðar fyrir lítið og létt tæki sem auðvelt er að hafa með sér á ferðinni og hentar því ákveðnum hópum vel eins og iðnaðarmönnum, ferðaþjónustuaðilum, farandsölumönnum og öðrum seljendum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×