Hef alltaf haft trú á mér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. mars 2013 06:30 Ólafur í leik með Flensburg. Eins dauði er annars brauð í íþróttaheiminum eins og víðar. Þegar Arnór Atlason varð fyrir því óláni að meiðast illa fyrr í vetur fékk skyttan unga Ólafur Gústafsson óvænt tækifæri til þess að spila með einu besta félagi heims, Flensburg í Þýskalandi. Strákurinn hefur nýtt tækifærið vel og kemur örugglega ekki aftur til FH á næstu árum. Um helgina tryggði Flensburg sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu er það sló út slóvenska liðið Gorenje Velenje. Ólafur átti stóran þátt í sigrinum. Hann skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum, gaf stoðsendingar og var magnaður í vörninni. Ólafur er sífellt að festa sig betur í sessi hjá Flensburg og vex ásmegin í hverri viku. Hann er mjög ánægður með hvernig hefur gengið hjá sér. „Ég get ekki ekki kvartað. Þetta er þannig lið að það hafa allir sitt hlutverk. Það tók smá tíma að finna hvert mitt hlutverk ætti að vera. Lars Kaufmann er skytta númer eitt en þjálfarinn sagði að stundum myndi ég spila í 10 mínútur og stundum 50. Ég spilaði 50 núna í Meistaradeildinni," sagði Ólafur, en hann var ekki alveg klár í svo mikinn leiktíma er hann kom fyrst til Þýskalands. „Ég viðurkenni að ég var ekki í nógu góðu formi er ég kom út. Ég hélt að ég væri í betra formi, en ég komst að því eftir fyrsta leik að ég var ekki í nógu góðu formi. Ég var alveg búinn á því eftir hann. Málið er líka að í Þýskalandi skipta menn sér ekki af velli af því þeir eru þreyttir. Hér vilja menn spila og eru að berjast um spiltíma. Maður labbar ekkert upp að bekknum og segir við þjálfarann: „Heyrðu gamli, ég þarf aðeins að pústa." Það gengur ekki upp," sagði Ólafur og hló dátt. „Þetta var auðvitað mjög stórt stökk fyrir mig. Hér eru allir atvinnumenn í alvöru formi. Ég fann það líka strax í vörninni að strákarnir hér eru aðeins þyngri og þykkari en heima. Það þarf að hafa aðeins meira fyrir þeim hérna úti." Eðli málsins samkvæmt hefur Ólafur æft mjög vel síðan hann fór út og er nú kominn í form sem hæfir atvinnumanni. „Ég held ég hafi aldrei verið í betra formi en núna. Það get ég líka þakkað Vranjes þjálfara, sem er mjög gott að vinna með. Hann er mikið í nútímavísindunum og heldur manni vel á tánum. Hann er sterkur í samskiptum við unga leikmenn. Við fáum að gera okkar mistök. Okkur er ekki bara kippt af velli og hent í ruslið eftir ein mistök. Maður finnur traustið frá honum og það er gott að hafa." Ólafur segir það líka hafa hjálpað til að hafa Arnór Atlason á svæðinu, en hann er enn í Flensburg þó svo að hann sé meiddur og á leiðinni til Frakklands næsta sumar. „Það er mjög jákvætt að hafa hann hérna hjá sér. Hann hugsar um mig og býður mér stundum í mat. Hann bauð mér í læri um daginn, sem var frábært. Sérstaklega þar sem ég er ekkert líklegur til þess að henda sjálfur í læri á næstunni," sagði Ólafur léttur. „Það hefur annars fátt komið mér á óvart hérna. Ég hef alltaf haft trú á sjálfum mér og því kom það mér ekkert á óvart þegar hlutirnir fóru að ganga vel. Ég vissi að þetta myndi taka smá tíma. Þó svo að þetta sé stórt stökk er þetta vel hægt ef maður hefur hæfileika og er til í að leggja mikið á sig. Það eru margir hæfileikaríkir leikmenn á Íslandi og þeir gætu vel plumað sig í stærri deildum ef þeir væru í betra formi. Það hefur ekkert truflað mig að vera að spila gegn stórum stjörnum. Maður bara spilar eins og alltaf. Ég byrjaði vel. Datt svo niður eftir meiðsli og nú er allt á uppleið." Frammistaða Ólafs hefur vakið athygli og það er nokkuð ljóst að hann verður áfram erlendis en ekki er ljóst hvort það verður með Flensburg eða öðru félagi. „Það var auðvitað heppni að ég komst hingað. Alveg eins og þegar Arnór komst hingað þar sem annar maður meiddist. Ég ætlaði mér alltaf að njóta tímans og nýta tækifærið til þess að sýna mig og sanna. Flensburg hefur aðeins rætt við mig um framhaldið en það skýrist allt á næstu vikum. Ég hef líka heyrt frá fleiri félögum þannig að það er ekki líklegt að ég spili með FH næsta vetur. Ég stefni að því að halda mér úti þó svo að það sé alltaf gott að vera í Firðinum." Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira
Eins dauði er annars brauð í íþróttaheiminum eins og víðar. Þegar Arnór Atlason varð fyrir því óláni að meiðast illa fyrr í vetur fékk skyttan unga Ólafur Gústafsson óvænt tækifæri til þess að spila með einu besta félagi heims, Flensburg í Þýskalandi. Strákurinn hefur nýtt tækifærið vel og kemur örugglega ekki aftur til FH á næstu árum. Um helgina tryggði Flensburg sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu er það sló út slóvenska liðið Gorenje Velenje. Ólafur átti stóran þátt í sigrinum. Hann skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum, gaf stoðsendingar og var magnaður í vörninni. Ólafur er sífellt að festa sig betur í sessi hjá Flensburg og vex ásmegin í hverri viku. Hann er mjög ánægður með hvernig hefur gengið hjá sér. „Ég get ekki ekki kvartað. Þetta er þannig lið að það hafa allir sitt hlutverk. Það tók smá tíma að finna hvert mitt hlutverk ætti að vera. Lars Kaufmann er skytta númer eitt en þjálfarinn sagði að stundum myndi ég spila í 10 mínútur og stundum 50. Ég spilaði 50 núna í Meistaradeildinni," sagði Ólafur, en hann var ekki alveg klár í svo mikinn leiktíma er hann kom fyrst til Þýskalands. „Ég viðurkenni að ég var ekki í nógu góðu formi er ég kom út. Ég hélt að ég væri í betra formi, en ég komst að því eftir fyrsta leik að ég var ekki í nógu góðu formi. Ég var alveg búinn á því eftir hann. Málið er líka að í Þýskalandi skipta menn sér ekki af velli af því þeir eru þreyttir. Hér vilja menn spila og eru að berjast um spiltíma. Maður labbar ekkert upp að bekknum og segir við þjálfarann: „Heyrðu gamli, ég þarf aðeins að pústa." Það gengur ekki upp," sagði Ólafur og hló dátt. „Þetta var auðvitað mjög stórt stökk fyrir mig. Hér eru allir atvinnumenn í alvöru formi. Ég fann það líka strax í vörninni að strákarnir hér eru aðeins þyngri og þykkari en heima. Það þarf að hafa aðeins meira fyrir þeim hérna úti." Eðli málsins samkvæmt hefur Ólafur æft mjög vel síðan hann fór út og er nú kominn í form sem hæfir atvinnumanni. „Ég held ég hafi aldrei verið í betra formi en núna. Það get ég líka þakkað Vranjes þjálfara, sem er mjög gott að vinna með. Hann er mikið í nútímavísindunum og heldur manni vel á tánum. Hann er sterkur í samskiptum við unga leikmenn. Við fáum að gera okkar mistök. Okkur er ekki bara kippt af velli og hent í ruslið eftir ein mistök. Maður finnur traustið frá honum og það er gott að hafa." Ólafur segir það líka hafa hjálpað til að hafa Arnór Atlason á svæðinu, en hann er enn í Flensburg þó svo að hann sé meiddur og á leiðinni til Frakklands næsta sumar. „Það er mjög jákvætt að hafa hann hérna hjá sér. Hann hugsar um mig og býður mér stundum í mat. Hann bauð mér í læri um daginn, sem var frábært. Sérstaklega þar sem ég er ekkert líklegur til þess að henda sjálfur í læri á næstunni," sagði Ólafur léttur. „Það hefur annars fátt komið mér á óvart hérna. Ég hef alltaf haft trú á sjálfum mér og því kom það mér ekkert á óvart þegar hlutirnir fóru að ganga vel. Ég vissi að þetta myndi taka smá tíma. Þó svo að þetta sé stórt stökk er þetta vel hægt ef maður hefur hæfileika og er til í að leggja mikið á sig. Það eru margir hæfileikaríkir leikmenn á Íslandi og þeir gætu vel plumað sig í stærri deildum ef þeir væru í betra formi. Það hefur ekkert truflað mig að vera að spila gegn stórum stjörnum. Maður bara spilar eins og alltaf. Ég byrjaði vel. Datt svo niður eftir meiðsli og nú er allt á uppleið." Frammistaða Ólafs hefur vakið athygli og það er nokkuð ljóst að hann verður áfram erlendis en ekki er ljóst hvort það verður með Flensburg eða öðru félagi. „Það var auðvitað heppni að ég komst hingað. Alveg eins og þegar Arnór komst hingað þar sem annar maður meiddist. Ég ætlaði mér alltaf að njóta tímans og nýta tækifærið til þess að sýna mig og sanna. Flensburg hefur aðeins rætt við mig um framhaldið en það skýrist allt á næstu vikum. Ég hef líka heyrt frá fleiri félögum þannig að það er ekki líklegt að ég spili með FH næsta vetur. Ég stefni að því að halda mér úti þó svo að það sé alltaf gott að vera í Firðinum."
Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira