Hef alltaf haft trú á mér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. mars 2013 06:30 Ólafur í leik með Flensburg. Eins dauði er annars brauð í íþróttaheiminum eins og víðar. Þegar Arnór Atlason varð fyrir því óláni að meiðast illa fyrr í vetur fékk skyttan unga Ólafur Gústafsson óvænt tækifæri til þess að spila með einu besta félagi heims, Flensburg í Þýskalandi. Strákurinn hefur nýtt tækifærið vel og kemur örugglega ekki aftur til FH á næstu árum. Um helgina tryggði Flensburg sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu er það sló út slóvenska liðið Gorenje Velenje. Ólafur átti stóran þátt í sigrinum. Hann skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum, gaf stoðsendingar og var magnaður í vörninni. Ólafur er sífellt að festa sig betur í sessi hjá Flensburg og vex ásmegin í hverri viku. Hann er mjög ánægður með hvernig hefur gengið hjá sér. „Ég get ekki ekki kvartað. Þetta er þannig lið að það hafa allir sitt hlutverk. Það tók smá tíma að finna hvert mitt hlutverk ætti að vera. Lars Kaufmann er skytta númer eitt en þjálfarinn sagði að stundum myndi ég spila í 10 mínútur og stundum 50. Ég spilaði 50 núna í Meistaradeildinni," sagði Ólafur, en hann var ekki alveg klár í svo mikinn leiktíma er hann kom fyrst til Þýskalands. „Ég viðurkenni að ég var ekki í nógu góðu formi er ég kom út. Ég hélt að ég væri í betra formi, en ég komst að því eftir fyrsta leik að ég var ekki í nógu góðu formi. Ég var alveg búinn á því eftir hann. Málið er líka að í Þýskalandi skipta menn sér ekki af velli af því þeir eru þreyttir. Hér vilja menn spila og eru að berjast um spiltíma. Maður labbar ekkert upp að bekknum og segir við þjálfarann: „Heyrðu gamli, ég þarf aðeins að pústa." Það gengur ekki upp," sagði Ólafur og hló dátt. „Þetta var auðvitað mjög stórt stökk fyrir mig. Hér eru allir atvinnumenn í alvöru formi. Ég fann það líka strax í vörninni að strákarnir hér eru aðeins þyngri og þykkari en heima. Það þarf að hafa aðeins meira fyrir þeim hérna úti." Eðli málsins samkvæmt hefur Ólafur æft mjög vel síðan hann fór út og er nú kominn í form sem hæfir atvinnumanni. „Ég held ég hafi aldrei verið í betra formi en núna. Það get ég líka þakkað Vranjes þjálfara, sem er mjög gott að vinna með. Hann er mikið í nútímavísindunum og heldur manni vel á tánum. Hann er sterkur í samskiptum við unga leikmenn. Við fáum að gera okkar mistök. Okkur er ekki bara kippt af velli og hent í ruslið eftir ein mistök. Maður finnur traustið frá honum og það er gott að hafa." Ólafur segir það líka hafa hjálpað til að hafa Arnór Atlason á svæðinu, en hann er enn í Flensburg þó svo að hann sé meiddur og á leiðinni til Frakklands næsta sumar. „Það er mjög jákvætt að hafa hann hérna hjá sér. Hann hugsar um mig og býður mér stundum í mat. Hann bauð mér í læri um daginn, sem var frábært. Sérstaklega þar sem ég er ekkert líklegur til þess að henda sjálfur í læri á næstunni," sagði Ólafur léttur. „Það hefur annars fátt komið mér á óvart hérna. Ég hef alltaf haft trú á sjálfum mér og því kom það mér ekkert á óvart þegar hlutirnir fóru að ganga vel. Ég vissi að þetta myndi taka smá tíma. Þó svo að þetta sé stórt stökk er þetta vel hægt ef maður hefur hæfileika og er til í að leggja mikið á sig. Það eru margir hæfileikaríkir leikmenn á Íslandi og þeir gætu vel plumað sig í stærri deildum ef þeir væru í betra formi. Það hefur ekkert truflað mig að vera að spila gegn stórum stjörnum. Maður bara spilar eins og alltaf. Ég byrjaði vel. Datt svo niður eftir meiðsli og nú er allt á uppleið." Frammistaða Ólafs hefur vakið athygli og það er nokkuð ljóst að hann verður áfram erlendis en ekki er ljóst hvort það verður með Flensburg eða öðru félagi. „Það var auðvitað heppni að ég komst hingað. Alveg eins og þegar Arnór komst hingað þar sem annar maður meiddist. Ég ætlaði mér alltaf að njóta tímans og nýta tækifærið til þess að sýna mig og sanna. Flensburg hefur aðeins rætt við mig um framhaldið en það skýrist allt á næstu vikum. Ég hef líka heyrt frá fleiri félögum þannig að það er ekki líklegt að ég spili með FH næsta vetur. Ég stefni að því að halda mér úti þó svo að það sé alltaf gott að vera í Firðinum." Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira
Eins dauði er annars brauð í íþróttaheiminum eins og víðar. Þegar Arnór Atlason varð fyrir því óláni að meiðast illa fyrr í vetur fékk skyttan unga Ólafur Gústafsson óvænt tækifæri til þess að spila með einu besta félagi heims, Flensburg í Þýskalandi. Strákurinn hefur nýtt tækifærið vel og kemur örugglega ekki aftur til FH á næstu árum. Um helgina tryggði Flensburg sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu er það sló út slóvenska liðið Gorenje Velenje. Ólafur átti stóran þátt í sigrinum. Hann skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum, gaf stoðsendingar og var magnaður í vörninni. Ólafur er sífellt að festa sig betur í sessi hjá Flensburg og vex ásmegin í hverri viku. Hann er mjög ánægður með hvernig hefur gengið hjá sér. „Ég get ekki ekki kvartað. Þetta er þannig lið að það hafa allir sitt hlutverk. Það tók smá tíma að finna hvert mitt hlutverk ætti að vera. Lars Kaufmann er skytta númer eitt en þjálfarinn sagði að stundum myndi ég spila í 10 mínútur og stundum 50. Ég spilaði 50 núna í Meistaradeildinni," sagði Ólafur, en hann var ekki alveg klár í svo mikinn leiktíma er hann kom fyrst til Þýskalands. „Ég viðurkenni að ég var ekki í nógu góðu formi er ég kom út. Ég hélt að ég væri í betra formi, en ég komst að því eftir fyrsta leik að ég var ekki í nógu góðu formi. Ég var alveg búinn á því eftir hann. Málið er líka að í Þýskalandi skipta menn sér ekki af velli af því þeir eru þreyttir. Hér vilja menn spila og eru að berjast um spiltíma. Maður labbar ekkert upp að bekknum og segir við þjálfarann: „Heyrðu gamli, ég þarf aðeins að pústa." Það gengur ekki upp," sagði Ólafur og hló dátt. „Þetta var auðvitað mjög stórt stökk fyrir mig. Hér eru allir atvinnumenn í alvöru formi. Ég fann það líka strax í vörninni að strákarnir hér eru aðeins þyngri og þykkari en heima. Það þarf að hafa aðeins meira fyrir þeim hérna úti." Eðli málsins samkvæmt hefur Ólafur æft mjög vel síðan hann fór út og er nú kominn í form sem hæfir atvinnumanni. „Ég held ég hafi aldrei verið í betra formi en núna. Það get ég líka þakkað Vranjes þjálfara, sem er mjög gott að vinna með. Hann er mikið í nútímavísindunum og heldur manni vel á tánum. Hann er sterkur í samskiptum við unga leikmenn. Við fáum að gera okkar mistök. Okkur er ekki bara kippt af velli og hent í ruslið eftir ein mistök. Maður finnur traustið frá honum og það er gott að hafa." Ólafur segir það líka hafa hjálpað til að hafa Arnór Atlason á svæðinu, en hann er enn í Flensburg þó svo að hann sé meiddur og á leiðinni til Frakklands næsta sumar. „Það er mjög jákvætt að hafa hann hérna hjá sér. Hann hugsar um mig og býður mér stundum í mat. Hann bauð mér í læri um daginn, sem var frábært. Sérstaklega þar sem ég er ekkert líklegur til þess að henda sjálfur í læri á næstunni," sagði Ólafur léttur. „Það hefur annars fátt komið mér á óvart hérna. Ég hef alltaf haft trú á sjálfum mér og því kom það mér ekkert á óvart þegar hlutirnir fóru að ganga vel. Ég vissi að þetta myndi taka smá tíma. Þó svo að þetta sé stórt stökk er þetta vel hægt ef maður hefur hæfileika og er til í að leggja mikið á sig. Það eru margir hæfileikaríkir leikmenn á Íslandi og þeir gætu vel plumað sig í stærri deildum ef þeir væru í betra formi. Það hefur ekkert truflað mig að vera að spila gegn stórum stjörnum. Maður bara spilar eins og alltaf. Ég byrjaði vel. Datt svo niður eftir meiðsli og nú er allt á uppleið." Frammistaða Ólafs hefur vakið athygli og það er nokkuð ljóst að hann verður áfram erlendis en ekki er ljóst hvort það verður með Flensburg eða öðru félagi. „Það var auðvitað heppni að ég komst hingað. Alveg eins og þegar Arnór komst hingað þar sem annar maður meiddist. Ég ætlaði mér alltaf að njóta tímans og nýta tækifærið til þess að sýna mig og sanna. Flensburg hefur aðeins rætt við mig um framhaldið en það skýrist allt á næstu vikum. Ég hef líka heyrt frá fleiri félögum þannig að það er ekki líklegt að ég spili með FH næsta vetur. Ég stefni að því að halda mér úti þó svo að það sé alltaf gott að vera í Firðinum."
Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira